Þjálfari FH: Erum ekki lagstar í gröfina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. maí 2014 11:57 Úr leik FH gegn ÍBV síðastliðið sumar. Vísir/Anton Þórður Jensson, þjálfari FH, segir að leiðin geti aðeins legið upp á við eftir 13-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna í gær. „Þetta var fullkominn leikur hjá þeim. Allt sem klikkaði hjá þeim í síðasta leik [gegn Fylki] gekk upp gegn okkur og gott betur,“ sagði Þórður en Blikar höfðu gert markalaust jafntefli gegn nýliðunum úr Árbænum. „Við lögðum leikinn upp með því að spila þéttan varnarleik en það fór fljótt. Það var erfitt að rífa sig upp þegar þetta gekk svona fyrir sig,“ bætti Þórður við en FH var 8-0 undir í hálfleik. „Ég þurfti að gera tvær breytingar þá í vörninni vegna meiðsla. En annars gekk hálfleiksræðan mín út að reyna að halda sjó og gleyma fyrri hálfleiknum. Það gekk eins og það gekk.“ Þórður segir að FH-ingar hafi mætt gríðarsterku Blikaliði sem hafi verið að svara fyrir sig eftir slæma frammistöðu gegn Fylki. „Þær eru með gríðarlega gott sóknarlið en fyrstu tveir leikir Blikanna í sumar hafa ekki endurspeglað það. Nú sprungu þær út og við urðum fyrir barðinu á því.“ Hann segir að það hafi verið erfitt að takast á við svona stórt tap. „Það er enginn undirbúinn fyrir svona lagað. Við getum ekkert gert nema lært af þessu og við ætlum að halda ótrauðar áfram. Við erum ekki lagstar í gröfina. Botninum hefur verið náð og eina leiðin nú er upp á við.“ FH hafði unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu - gegn Aftureldingu og ÍA. „Með fullri virðingu fyrir þeim liðum þá er heilmikill munur á þeim og liði Breiðabliks,“ segir Þórður en hann hefur ekki áhyggjur af því að munurinn á liðunum í deildinni bjóði upp á fleiri slíka stórsigra í sumar. „Ég held ekki. Ég vona að þetta sé áminning til allra liða. Það má líka benda á að í fyrra sáust svona tölur í 1. deild karla en svona tölur hafa ekki sést lengi í kvennaboltanum,“ sagði Þórður og vísaði til 16-0 sigurs Víkinga á Völsungi síðastliðið haust. „Þetta verður ekki í boði í fleiri leikjum okkar í sumar.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik niðurlægði FH með 13-0 sigri Selfoss komið á blað eftir öruggan sigur í Mosfellsbæ og Valur vann á Skaganum. 27. maí 2014 21:12 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Þórður Jensson, þjálfari FH, segir að leiðin geti aðeins legið upp á við eftir 13-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna í gær. „Þetta var fullkominn leikur hjá þeim. Allt sem klikkaði hjá þeim í síðasta leik [gegn Fylki] gekk upp gegn okkur og gott betur,“ sagði Þórður en Blikar höfðu gert markalaust jafntefli gegn nýliðunum úr Árbænum. „Við lögðum leikinn upp með því að spila þéttan varnarleik en það fór fljótt. Það var erfitt að rífa sig upp þegar þetta gekk svona fyrir sig,“ bætti Þórður við en FH var 8-0 undir í hálfleik. „Ég þurfti að gera tvær breytingar þá í vörninni vegna meiðsla. En annars gekk hálfleiksræðan mín út að reyna að halda sjó og gleyma fyrri hálfleiknum. Það gekk eins og það gekk.“ Þórður segir að FH-ingar hafi mætt gríðarsterku Blikaliði sem hafi verið að svara fyrir sig eftir slæma frammistöðu gegn Fylki. „Þær eru með gríðarlega gott sóknarlið en fyrstu tveir leikir Blikanna í sumar hafa ekki endurspeglað það. Nú sprungu þær út og við urðum fyrir barðinu á því.“ Hann segir að það hafi verið erfitt að takast á við svona stórt tap. „Það er enginn undirbúinn fyrir svona lagað. Við getum ekkert gert nema lært af þessu og við ætlum að halda ótrauðar áfram. Við erum ekki lagstar í gröfina. Botninum hefur verið náð og eina leiðin nú er upp á við.“ FH hafði unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu - gegn Aftureldingu og ÍA. „Með fullri virðingu fyrir þeim liðum þá er heilmikill munur á þeim og liði Breiðabliks,“ segir Þórður en hann hefur ekki áhyggjur af því að munurinn á liðunum í deildinni bjóði upp á fleiri slíka stórsigra í sumar. „Ég held ekki. Ég vona að þetta sé áminning til allra liða. Það má líka benda á að í fyrra sáust svona tölur í 1. deild karla en svona tölur hafa ekki sést lengi í kvennaboltanum,“ sagði Þórður og vísaði til 16-0 sigurs Víkinga á Völsungi síðastliðið haust. „Þetta verður ekki í boði í fleiri leikjum okkar í sumar.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik niðurlægði FH með 13-0 sigri Selfoss komið á blað eftir öruggan sigur í Mosfellsbæ og Valur vann á Skaganum. 27. maí 2014 21:12 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Breiðablik niðurlægði FH með 13-0 sigri Selfoss komið á blað eftir öruggan sigur í Mosfellsbæ og Valur vann á Skaganum. 27. maí 2014 21:12