Siðprúðir dómarar urðu Pólverjunum að falli Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. maí 2014 11:42 Hér má sjá svipmyndir af pólska atriðinu. Vísir/Getty/AFP Ef íslenska þjóðin hefði fengið að ráða hefði framlag Póllands í Eurovison fengið 10 stig frá henni, en ekki þrjú eins og raunin varð. Pólska lagið, sem ber titilinn My Słowianie - We Are Slavic, hafnaði í öðru sæti í símakosningunni hér á landi, á eftir hollenska laginu, Calm After The Storm. Mikið ósamræmi var í uppröðun dómnefndar og úrslitum símakosningarinnar, dómnefndin setti pólska lagið í 23. sæti. Þegar úrskurði dómnefndar og úrslitum símakosningarinnar var skellt saman varð pólska lagið í áttunda sæti og fékk þrjú stig frá Íslendingum.„Ósmekklegt atriði“„Mér fannst þetta ósmekklegt atriði,“ segir Hildur Guðný Þórhallsdóttir, sem var formaður íslensku dómnefndarinnar. Pólska atriðið vakti mikla athygli í keppninni og var vinsælt í símakosningum um gjörvalla Evrópu. En víðast hvar var lagið dregið niður af dómnefndum. Hildur Guðný segist ekki vita af hverju það varð raunin. Sérstök dómarakeppni var haldin á föstudagskvöld og skiluðu dómnefndirnar þá frá sér úrskurði sínum. „Pólska lagið var ekkert svæsnara þá. Þetta var bara alveg eins og á laugardeginum, þannig að það er allavega ekki skýringin,“ segir Hildur og heldur áfram: „Þetta lag var allavega ekki minn tebolli. Mér fannst það fyndið, það var ekkert hræðilegt. Mér fannst þetta bara vera einum of.“Fannst ykkur í dómnefndinni , eða þér, þetta vera blöskranlegt atriði? Útskýrir það þetta misræmi?„Það er kannski partur af því. Það var líklega bara eitthvað „hype“ sem skapaðist á laugardagskvöldinu, í kringum þetta lag. Einhverjir hneyksluðust á því og þá hafa kannski aðrir ákveðið að kjósa það.“Hefði fengið rúmlega 100 stigum meira Sem dæmi var pólska lagið í efsta sæti í símakosningunni í Noregi, en dómnefndin þar í landi setti lagið í 19. sæti. Í stað tólf stiga frá Noregi fékk lagið einungis tvö stig. Svipað var uppi á teningnum í Bretlandi. Breska þjóðin vildi gefa pólska laginu tólf stig, en dómnefndin setti lagið í síðasta sæti og fékk lagið því ekkert stig frá Bretum. Almenningur í Írlandi og Úkraínu var einnig ánægður með pólska lagið, lagið var einnig efst í símakosningum þar. Ef úrslit símakosningarinnar hefðu verið látin ráða úrslitum keppninnar hefði pólska lagið fengið 162 stig í staðinn fyrir 62 sem lagið fékk eftir að uppröðun dómnefnda var látin gilda til helminga á móti úrslitum símakosningar.Pólska atriðið vakti mikla athygli.Vísir/GettyHafði ekki áhrif á sigurvegarann Stórsigur austríska lagsins, sungið af Conchitu Wurst, hefði orðið enn stærri ef símakosningin hefði ráðið úrslitum. Úrskurður dómnefndar var látinn ráða í tveimur löndum: Albaníu og San Marínó og engin símakosning haldin þar. Þrátt fyrir það fékk Austurríska lagið, Rise Like a Phoenix, 304 stig úr símakosningunum, sem er fjórtán stigum meira en lagið fékk þegar úrskurður dómnefndanna var tekinn með í reikninginn. Lagið var ofarlega á blaði í nánast öllum löndum Evrópu. Rússneskur almenningur var til dæmis mjög hrifinn af laginu sem endaði í þriðja sæti í símakosningunni þar í landi. Það fengið átta stig frá Rússum ef þau úrslit hefðu verið látin gilda. Dómnefndin setti lagið aftur á móti í ellefta sæti og þegar upp var staðið varð lagið í sjötta sæti og fékk fimm stig frá Rússum.Strangar reglur Hildur Guðný segir að það hafi komið sér á óvart hversu strangar reglur giltu um störf dómnefndarinnar. Á dómarakvöldinu á föstudag var fylgst með störfum nefndarinnar og gætt þess að hún bæri ekki saman bækur sínar. „Já, það kom mér á óvart hversu strangar reglur voru í þessu. Fulltrúi sýslumanns fylgdist með störfum okkar og las upp úr reglubók fyrir okkur.“ Lagið vakti mikla athygli á Twitter. Hér að neðan má sjá nokkur tíst um pólska lagið:Þjóð sem kaus yfir sig Framsóknarflokkinn fyrir ári gæti núna verið að kjósa Pólland î Eurovision #12stig— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) May 10, 2014 jæja, þeir gerðu þetta allavega smekklega ... hmm... strokki strokk... #12stig #pólland— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) May 10, 2014 Í alvöru Pólland? FÁRÁNLEGT að hafa þessa gellu til hliðar að gera ég veit ekki hvað.. #12stig— Eyrún Líf (@eyrunlif) May 10, 2014 Pólland er eins og rússnesku ömmurnar....fyrir 65 árum...eftir sjö bjóra #12stig— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) May 10, 2014 Eurovision Tengdar fréttir Austurríki hreppti fyrsta sætið Conchita Wurst sigraði í Eurovision í ár með laginu Rise like a Phoenix. 10. maí 2014 22:31 Svona skiptust stig Íslands Íslendingar fengu 58 stig í Eurovision í kvöld. Mest fengum við 8 stig frá San Marínó. 10. maí 2014 22:54 Íslendingum féll austurríska atriðið vel í geð Söngvarinn Conchita vakti skemmtileg viðbrögð á Twitter. 10. maí 2014 20:05 Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
Ef íslenska þjóðin hefði fengið að ráða hefði framlag Póllands í Eurovison fengið 10 stig frá henni, en ekki þrjú eins og raunin varð. Pólska lagið, sem ber titilinn My Słowianie - We Are Slavic, hafnaði í öðru sæti í símakosningunni hér á landi, á eftir hollenska laginu, Calm After The Storm. Mikið ósamræmi var í uppröðun dómnefndar og úrslitum símakosningarinnar, dómnefndin setti pólska lagið í 23. sæti. Þegar úrskurði dómnefndar og úrslitum símakosningarinnar var skellt saman varð pólska lagið í áttunda sæti og fékk þrjú stig frá Íslendingum.„Ósmekklegt atriði“„Mér fannst þetta ósmekklegt atriði,“ segir Hildur Guðný Þórhallsdóttir, sem var formaður íslensku dómnefndarinnar. Pólska atriðið vakti mikla athygli í keppninni og var vinsælt í símakosningum um gjörvalla Evrópu. En víðast hvar var lagið dregið niður af dómnefndum. Hildur Guðný segist ekki vita af hverju það varð raunin. Sérstök dómarakeppni var haldin á föstudagskvöld og skiluðu dómnefndirnar þá frá sér úrskurði sínum. „Pólska lagið var ekkert svæsnara þá. Þetta var bara alveg eins og á laugardeginum, þannig að það er allavega ekki skýringin,“ segir Hildur og heldur áfram: „Þetta lag var allavega ekki minn tebolli. Mér fannst það fyndið, það var ekkert hræðilegt. Mér fannst þetta bara vera einum of.“Fannst ykkur í dómnefndinni , eða þér, þetta vera blöskranlegt atriði? Útskýrir það þetta misræmi?„Það er kannski partur af því. Það var líklega bara eitthvað „hype“ sem skapaðist á laugardagskvöldinu, í kringum þetta lag. Einhverjir hneyksluðust á því og þá hafa kannski aðrir ákveðið að kjósa það.“Hefði fengið rúmlega 100 stigum meira Sem dæmi var pólska lagið í efsta sæti í símakosningunni í Noregi, en dómnefndin þar í landi setti lagið í 19. sæti. Í stað tólf stiga frá Noregi fékk lagið einungis tvö stig. Svipað var uppi á teningnum í Bretlandi. Breska þjóðin vildi gefa pólska laginu tólf stig, en dómnefndin setti lagið í síðasta sæti og fékk lagið því ekkert stig frá Bretum. Almenningur í Írlandi og Úkraínu var einnig ánægður með pólska lagið, lagið var einnig efst í símakosningum þar. Ef úrslit símakosningarinnar hefðu verið látin ráða úrslitum keppninnar hefði pólska lagið fengið 162 stig í staðinn fyrir 62 sem lagið fékk eftir að uppröðun dómnefnda var látin gilda til helminga á móti úrslitum símakosningar.Pólska atriðið vakti mikla athygli.Vísir/GettyHafði ekki áhrif á sigurvegarann Stórsigur austríska lagsins, sungið af Conchitu Wurst, hefði orðið enn stærri ef símakosningin hefði ráðið úrslitum. Úrskurður dómnefndar var látinn ráða í tveimur löndum: Albaníu og San Marínó og engin símakosning haldin þar. Þrátt fyrir það fékk Austurríska lagið, Rise Like a Phoenix, 304 stig úr símakosningunum, sem er fjórtán stigum meira en lagið fékk þegar úrskurður dómnefndanna var tekinn með í reikninginn. Lagið var ofarlega á blaði í nánast öllum löndum Evrópu. Rússneskur almenningur var til dæmis mjög hrifinn af laginu sem endaði í þriðja sæti í símakosningunni þar í landi. Það fengið átta stig frá Rússum ef þau úrslit hefðu verið látin gilda. Dómnefndin setti lagið aftur á móti í ellefta sæti og þegar upp var staðið varð lagið í sjötta sæti og fékk fimm stig frá Rússum.Strangar reglur Hildur Guðný segir að það hafi komið sér á óvart hversu strangar reglur giltu um störf dómnefndarinnar. Á dómarakvöldinu á föstudag var fylgst með störfum nefndarinnar og gætt þess að hún bæri ekki saman bækur sínar. „Já, það kom mér á óvart hversu strangar reglur voru í þessu. Fulltrúi sýslumanns fylgdist með störfum okkar og las upp úr reglubók fyrir okkur.“ Lagið vakti mikla athygli á Twitter. Hér að neðan má sjá nokkur tíst um pólska lagið:Þjóð sem kaus yfir sig Framsóknarflokkinn fyrir ári gæti núna verið að kjósa Pólland î Eurovision #12stig— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) May 10, 2014 jæja, þeir gerðu þetta allavega smekklega ... hmm... strokki strokk... #12stig #pólland— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) May 10, 2014 Í alvöru Pólland? FÁRÁNLEGT að hafa þessa gellu til hliðar að gera ég veit ekki hvað.. #12stig— Eyrún Líf (@eyrunlif) May 10, 2014 Pólland er eins og rússnesku ömmurnar....fyrir 65 árum...eftir sjö bjóra #12stig— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) May 10, 2014
Eurovision Tengdar fréttir Austurríki hreppti fyrsta sætið Conchita Wurst sigraði í Eurovision í ár með laginu Rise like a Phoenix. 10. maí 2014 22:31 Svona skiptust stig Íslands Íslendingar fengu 58 stig í Eurovision í kvöld. Mest fengum við 8 stig frá San Marínó. 10. maí 2014 22:54 Íslendingum féll austurríska atriðið vel í geð Söngvarinn Conchita vakti skemmtileg viðbrögð á Twitter. 10. maí 2014 20:05 Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
Austurríki hreppti fyrsta sætið Conchita Wurst sigraði í Eurovision í ár með laginu Rise like a Phoenix. 10. maí 2014 22:31
Svona skiptust stig Íslands Íslendingar fengu 58 stig í Eurovision í kvöld. Mest fengum við 8 stig frá San Marínó. 10. maí 2014 22:54
Íslendingum féll austurríska atriðið vel í geð Söngvarinn Conchita vakti skemmtileg viðbrögð á Twitter. 10. maí 2014 20:05