Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Karl Lúðvíksson skrifar 12. maí 2014 12:00 Gunnar Ólafur Kristleifsson með fallega urriða úr Vastnsdalsá Norðurlandið virðist loksins vera að koma inn, í það minnsta svæðin á láglendi og veiðimenn sem við heyrðum af í Vatnsdalsá voru að gera góða hluti. Gunnar Ólafur Kristleifsson er þar við veiðar ásamt félögum sínum og hafa þeir landað 8 flottum urriðum á rétt tæpum klukkutíma svo það virðist vera nokkuð mikið líf á svæðinu. Fiskarnir eru 2-4 pund og koma vel haldnir undan vetri. Veiðisvæðin þarna í kring eru að koma inn þessa dagana og það má t.d. reikna með að Hópið fari að detta inn hvað úr hverju, sama gildir um Svínadalsvatn og svæði II í Blöndu en það svæði er geysilega skemmtilegt í vorveiði. Við hvetjum veiðimenn til að senda okkur veiðimyndir og veiðisögur á kalli@365.is því við drögum úr innsendum fréttum í haust og meðal vinninga eru t.d. laxveiðileyfi. Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði
Norðurlandið virðist loksins vera að koma inn, í það minnsta svæðin á láglendi og veiðimenn sem við heyrðum af í Vatnsdalsá voru að gera góða hluti. Gunnar Ólafur Kristleifsson er þar við veiðar ásamt félögum sínum og hafa þeir landað 8 flottum urriðum á rétt tæpum klukkutíma svo það virðist vera nokkuð mikið líf á svæðinu. Fiskarnir eru 2-4 pund og koma vel haldnir undan vetri. Veiðisvæðin þarna í kring eru að koma inn þessa dagana og það má t.d. reikna með að Hópið fari að detta inn hvað úr hverju, sama gildir um Svínadalsvatn og svæði II í Blöndu en það svæði er geysilega skemmtilegt í vorveiði. Við hvetjum veiðimenn til að senda okkur veiðimyndir og veiðisögur á kalli@365.is því við drögum úr innsendum fréttum í haust og meðal vinninga eru t.d. laxveiðileyfi.
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði