Litla Þverá komin í vefsöluna hjá Veiða.is Karl Lúðvíksson skrifar 17. maí 2014 11:23 Litla Þverá er komin í vefsöluna hjá Veiða.is en þessi á hefur ekki staðið veiðimönnum til boða sem sérstakt veiðisvæði. Litla Þverá er laxgeng um 12 kílómetra leið upp að Kambsfossi og á þessu svæði leynast margir góðir veiðistaðir. Áin var í fyrsta skipti í fyrra seld í sérsölu og var þá aðeins veidd í 45 daga sem skilaði 132 löxum á land sem þykir afbragðs árangur. Áin er mjög aðgengileg. Hún fellur efst í lágu gljúfri en svo fram á láglendi . Þar einkennast hyljir af grasbakka og malarbökkum. Gott 120 fm veiðihús fylgir með leyfum í ánni og verðið á leyfunum er einnig gott miðað við góða veiðivon en leyfin kosta 24.700 pr stöng á dag sem þykir ekki hátt í dag. Svæðið hentar vel fjölskyldum eða litlum veiðihópum sem vilja veiða í friði og ró og sjá um sig sjálf í húsi. Upplýsingar um veiðileyfi er að finna á www.veida.is Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði
Litla Þverá er komin í vefsöluna hjá Veiða.is en þessi á hefur ekki staðið veiðimönnum til boða sem sérstakt veiðisvæði. Litla Þverá er laxgeng um 12 kílómetra leið upp að Kambsfossi og á þessu svæði leynast margir góðir veiðistaðir. Áin var í fyrsta skipti í fyrra seld í sérsölu og var þá aðeins veidd í 45 daga sem skilaði 132 löxum á land sem þykir afbragðs árangur. Áin er mjög aðgengileg. Hún fellur efst í lágu gljúfri en svo fram á láglendi . Þar einkennast hyljir af grasbakka og malarbökkum. Gott 120 fm veiðihús fylgir með leyfum í ánni og verðið á leyfunum er einnig gott miðað við góða veiðivon en leyfin kosta 24.700 pr stöng á dag sem þykir ekki hátt í dag. Svæðið hentar vel fjölskyldum eða litlum veiðihópum sem vilja veiða í friði og ró og sjá um sig sjálf í húsi. Upplýsingar um veiðileyfi er að finna á www.veida.is
Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði