Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 2. maí 2014 14:02 Fallegur urriði úr Elliðavatni Mynd: KL Veiðin er búin að vera ágæt síðustu daga í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu og fiskarnir sem eru að veiðast koma vel undan vetri. Þetta á sérstaklega við í Elliðavatni en þar er urriðinn vænn og vel haldinn. Algengar stærðir eru 2-3 pund en einn og einn stærri fiskur hefur þó veiðst við vatnið síðustu daga. Veiðimaður sem var við Þingnesið í gær missti rígvænann urriða í löndun en sá fiskur datt úr háfnum því hann passaði illa í hann. Það má alveg reikna með að sá fiskur hafi verið 6-7 pund að sögn veiðimanns. Bleikjurnar sem hafa verið að veiðast í Vífilstaðavatni eru líka í góðum holdum en mest af bleikjunni þar er hálft til eitt pund en nokkrar 2-3 punda eru þó reglulega að gefa sig. Í Meðalfellsvatni er búin að vera ágæt veiði en fiskurinn þar er þó heldur smár en mest af urriðanum sem veiðist þar er hálft til eitt pund, það er sjaldgæft að sjá þá mikið stærri þar. Þingvallavatn er búið að vera í fljúgandi gír í vor en vel hefur veiðst af urriða á flestum þekktum veiðistöðum og flestar fréttir bera þess vott um að veiðimenn séu, með einhverjum undantekningum þó, að sleppa aflanum aftur í vatnið. Nú bíða menn spenntir eftir því að vötnin norðan heiða verði íslaus og veiðanleg og einhver þeirra eru langt komin með það. Mikill ís er þó ennþá á þeim vötnum sem standa hærra og það gætu enn verið 2-3 vikur í að þau verði íslaus með öllu. Í gær opnuðu flest öll vötn fyrir veiði svo framundan er vonandi gott tímabil fyrir unnendur vatnaveiði. Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Kavíar er nýja flugan sem þú þarft að prófa Veiði
Veiðin er búin að vera ágæt síðustu daga í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu og fiskarnir sem eru að veiðast koma vel undan vetri. Þetta á sérstaklega við í Elliðavatni en þar er urriðinn vænn og vel haldinn. Algengar stærðir eru 2-3 pund en einn og einn stærri fiskur hefur þó veiðst við vatnið síðustu daga. Veiðimaður sem var við Þingnesið í gær missti rígvænann urriða í löndun en sá fiskur datt úr háfnum því hann passaði illa í hann. Það má alveg reikna með að sá fiskur hafi verið 6-7 pund að sögn veiðimanns. Bleikjurnar sem hafa verið að veiðast í Vífilstaðavatni eru líka í góðum holdum en mest af bleikjunni þar er hálft til eitt pund en nokkrar 2-3 punda eru þó reglulega að gefa sig. Í Meðalfellsvatni er búin að vera ágæt veiði en fiskurinn þar er þó heldur smár en mest af urriðanum sem veiðist þar er hálft til eitt pund, það er sjaldgæft að sjá þá mikið stærri þar. Þingvallavatn er búið að vera í fljúgandi gír í vor en vel hefur veiðst af urriða á flestum þekktum veiðistöðum og flestar fréttir bera þess vott um að veiðimenn séu, með einhverjum undantekningum þó, að sleppa aflanum aftur í vatnið. Nú bíða menn spenntir eftir því að vötnin norðan heiða verði íslaus og veiðanleg og einhver þeirra eru langt komin með það. Mikill ís er þó ennþá á þeim vötnum sem standa hærra og það gætu enn verið 2-3 vikur í að þau verði íslaus með öllu. Í gær opnuðu flest öll vötn fyrir veiði svo framundan er vonandi gott tímabil fyrir unnendur vatnaveiði.
Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Kavíar er nýja flugan sem þú þarft að prófa Veiði