1.088 hestafla króatískur rafmagnsbíll Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2014 10:14 Alsneggstu bílar heims eiga það margir sameiginlegt að vera knúnir ógnarstórum brunavélum. Góð dæmi um slíka bíla eru Bugatti Veyron með sína 16 strokka vél og Koenigsegg Agera og SSC Ultimate Aero með 8 strokka vélar. Ný kynslóð ofursnöggra bíla eru nú bæði með brunavélum og öflugum rafhlöðum sem bæta hressilega við aflið. Dæmi um slíka bíla eru Porsche 918 Spyder, McLaren P1 og Ferrari LaFerrari. En svo eru það hreinræktaðir rafmagnsbílar, en fáir þeirra hafa hingað til talist meðal ofurbíla. Það á þó við nýjustu afurðina frá Króatíu, en hann heitir Rimac One og er sannarlega með krafta í kögglum. Drifrás hans, aðeins frá öflugum rafhlöðum, er 1.088 hestöfl og því er hann aðeins 2,8 sekúndur í hundraðið. Þessi bíll Rimac var fyrst sýndur á bílasýningunni í Frankfurt árið 2011 og allar götur síðan þá hefur Rimac unnið að því að fjöldaframleiða þenna bíl, þó það verði í engu risamagni. Rimac hefur þó tekist að fjármagna verkefnið hingað til og meðal annars er sú fjármögnun fógin í því að kaupendur komandi bíla þeirra hafa borgað fyrirfram hluta af kaupverði hans. Einnig hefur tekist að fá fjármögnun frá Hong Kong og fé frá innlendum bönkum. Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent
Alsneggstu bílar heims eiga það margir sameiginlegt að vera knúnir ógnarstórum brunavélum. Góð dæmi um slíka bíla eru Bugatti Veyron með sína 16 strokka vél og Koenigsegg Agera og SSC Ultimate Aero með 8 strokka vélar. Ný kynslóð ofursnöggra bíla eru nú bæði með brunavélum og öflugum rafhlöðum sem bæta hressilega við aflið. Dæmi um slíka bíla eru Porsche 918 Spyder, McLaren P1 og Ferrari LaFerrari. En svo eru það hreinræktaðir rafmagnsbílar, en fáir þeirra hafa hingað til talist meðal ofurbíla. Það á þó við nýjustu afurðina frá Króatíu, en hann heitir Rimac One og er sannarlega með krafta í kögglum. Drifrás hans, aðeins frá öflugum rafhlöðum, er 1.088 hestöfl og því er hann aðeins 2,8 sekúndur í hundraðið. Þessi bíll Rimac var fyrst sýndur á bílasýningunni í Frankfurt árið 2011 og allar götur síðan þá hefur Rimac unnið að því að fjöldaframleiða þenna bíl, þó það verði í engu risamagni. Rimac hefur þó tekist að fjármagna verkefnið hingað til og meðal annars er sú fjármögnun fógin í því að kaupendur komandi bíla þeirra hafa borgað fyrirfram hluta af kaupverði hans. Einnig hefur tekist að fá fjármögnun frá Hong Kong og fé frá innlendum bönkum.
Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent