Bílum rigndi af himnum ofan Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2014 17:15 Fellibylirnir sem gengu yfir suður- og miðvesturríki Bandaríkjanna skildu eftir sig slóð eyðileggingar og nú er orðið ljóst að minnsta kosti 28 manns týndu lífi í þeim. Byljirnir eirðu fáu og hús og bílar tókust í loft upp og dreifðust yfir stórt svæði. Í þessu myndskeiði frá Louisville í Kentucky má sjá þar sem húshlutar í tætlum hreinlega snjóa af himnum ofan og sundurkramdir bílar liggja á víðavangi. Ljóst má vera af útliti þeirra að þeir hafa flogið hátt og endað margir hverjir sem hálfgerðar pönnukökur. Á litlu svæði sjást 11 bílar afar illa útleiknir og forvitnilegt væri að vita hvað þeir ferðuðustu langt áður en þeim rigndi þarna niður. Dæmi eru reyndar um að fellibyljir hafi þeytt 18 hjóla trukkum í loft upp, svo þessir bílar hafa verið eins og leikfangabílar í höndum þeirra. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent
Fellibylirnir sem gengu yfir suður- og miðvesturríki Bandaríkjanna skildu eftir sig slóð eyðileggingar og nú er orðið ljóst að minnsta kosti 28 manns týndu lífi í þeim. Byljirnir eirðu fáu og hús og bílar tókust í loft upp og dreifðust yfir stórt svæði. Í þessu myndskeiði frá Louisville í Kentucky má sjá þar sem húshlutar í tætlum hreinlega snjóa af himnum ofan og sundurkramdir bílar liggja á víðavangi. Ljóst má vera af útliti þeirra að þeir hafa flogið hátt og endað margir hverjir sem hálfgerðar pönnukökur. Á litlu svæði sjást 11 bílar afar illa útleiknir og forvitnilegt væri að vita hvað þeir ferðuðustu langt áður en þeim rigndi þarna niður. Dæmi eru reyndar um að fellibyljir hafi þeytt 18 hjóla trukkum í loft upp, svo þessir bílar hafa verið eins og leikfangabílar í höndum þeirra.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent