Frá pappírsbílum í hönnun Formúlu 1 bíla Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2014 11:33 Gömul sögusögn segir; „Veldu þér starf sem þú elskar og þú munt ekki vinna einn leiðinlegan dag á ævinni“. Þá á sannarlega við þennan mann. Hann hóf ungur að árum að búa til bíla úr pappír og vakti vandvirkni hans og natni í öllum smáatriðum fljótt athygli. Hann sendi myndir af bílum sínum til Formúlu 1 liða og það varð til þess að hann vinnur nú við að hanna og framleiða yfirbyggingu bíla liðs Red Bull í Formúlu 1. Sem dæmi um vandvirkni þessa unga manns þá eru 6.500 einstakir partar í eftirlíkingu af Red Bull RB7 bíl hans. Þar má sjá nákvæma eftirlíkingu af fjöðrunarbúnaði bílsins, vatnsdælum og víraþræðingar alls bílsins. Engin smáatriði bílsins fóru framhjá honum og því var ef til vill ekki nema von að Red Bull liðið hafi hrifist af verkum hans. Hann vinnur nú í höfuðstöðvum Red Bull liðsins og tölvuteiknar öll smáatriði nýrra bíla þeirra. Draumur hans varð af veruleika því hann valdi sér að vinna við það sem honum finnst skemmtilegast og aldrei líður sá dagur að honum finnist leiðinlegt í vinnu sinni. Forvitnilegt myndskeið um þetta lífshlaup hans má sjá hér að ofan. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent
Gömul sögusögn segir; „Veldu þér starf sem þú elskar og þú munt ekki vinna einn leiðinlegan dag á ævinni“. Þá á sannarlega við þennan mann. Hann hóf ungur að árum að búa til bíla úr pappír og vakti vandvirkni hans og natni í öllum smáatriðum fljótt athygli. Hann sendi myndir af bílum sínum til Formúlu 1 liða og það varð til þess að hann vinnur nú við að hanna og framleiða yfirbyggingu bíla liðs Red Bull í Formúlu 1. Sem dæmi um vandvirkni þessa unga manns þá eru 6.500 einstakir partar í eftirlíkingu af Red Bull RB7 bíl hans. Þar má sjá nákvæma eftirlíkingu af fjöðrunarbúnaði bílsins, vatnsdælum og víraþræðingar alls bílsins. Engin smáatriði bílsins fóru framhjá honum og því var ef til vill ekki nema von að Red Bull liðið hafi hrifist af verkum hans. Hann vinnur nú í höfuðstöðvum Red Bull liðsins og tölvuteiknar öll smáatriði nýrra bíla þeirra. Draumur hans varð af veruleika því hann valdi sér að vinna við það sem honum finnst skemmtilegast og aldrei líður sá dagur að honum finnist leiðinlegt í vinnu sinni. Forvitnilegt myndskeið um þetta lífshlaup hans má sjá hér að ofan.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent