Næsti Discovery Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2014 09:30 Land Rover Discovery bíllinn sem sýndur verður á bílasýningunni í New York. Land Rover hefur undanfarinn mánuð strítt bílaáhugamönnum með takmörkuðum svipmyndum af hugmyndabíl næstu gerðar Land Rover Discovery. Nú er Land Rover hinsvegar búið að birta mynda af bílnum í öllu sínu veldi. Afar stutt er í að þessi bíll verði sýndur almenningi, þ.e. á bílasýningunni í New York sem opnar á morgun, 16. apríl. Land Rover ítrekar að þessi bíll sé enn aðeins hugmyndabíll, hann gefi engu að síður til kynna framtíðarútlit Discovery, en ennfremur gætu orðið til nokkrar gerðir af Discovery. Þessi nýi Discovery getur tekið allt að 7 manns í sæti og hann verður hlaðinn nýjustu tækni, svo sem lazer-aðalljósum og „gegnsæu húddi“ þar sem ökumaður sér veginn undir framenda bílsins með aðstoð myndavéla, svo fátt eitt sé nefnt. Afturhurð bílsins opnast að framanverðu og er slíkt hurðafyrirkomulag oft kallað "suicide doors". Hurðirnar eru án handfanga, en ólíklegt er að endanlegur framleiðslubíll verði þannig. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent
Land Rover hefur undanfarinn mánuð strítt bílaáhugamönnum með takmörkuðum svipmyndum af hugmyndabíl næstu gerðar Land Rover Discovery. Nú er Land Rover hinsvegar búið að birta mynda af bílnum í öllu sínu veldi. Afar stutt er í að þessi bíll verði sýndur almenningi, þ.e. á bílasýningunni í New York sem opnar á morgun, 16. apríl. Land Rover ítrekar að þessi bíll sé enn aðeins hugmyndabíll, hann gefi engu að síður til kynna framtíðarútlit Discovery, en ennfremur gætu orðið til nokkrar gerðir af Discovery. Þessi nýi Discovery getur tekið allt að 7 manns í sæti og hann verður hlaðinn nýjustu tækni, svo sem lazer-aðalljósum og „gegnsæu húddi“ þar sem ökumaður sér veginn undir framenda bílsins með aðstoð myndavéla, svo fátt eitt sé nefnt. Afturhurð bílsins opnast að framanverðu og er slíkt hurðafyrirkomulag oft kallað "suicide doors". Hurðirnar eru án handfanga, en ólíklegt er að endanlegur framleiðslubíll verði þannig.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent