Uppblásanlegur barnabílstóll frá Volvo Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2014 13:04 Fyrir 50 árum kynnti Volvo fyrsta barnabílstólinn sem sneri aftur og tryggði öryggi barna í bílum mun betur en áður þekktist. Nú hefur Volvo hannað uppblásanlegan barnabílstól sem pakka má saman í bakpoka. Stóllinn er afar léttur og vegur aðeins 5 kíló. Volvo telur að þeir barnabílstólar sem nú bjóðast séu alltof fyrirferðamiklir, þungir og erfiðir í flutningi og notkun. Engu er fórnað varðandi öryggi barna í þessum nýja stól Volvo, nema síður sé. Stólinn má blása upp á 40 sekúndum og hann er gerður úr afar sterku efni sem þolir háan þrýsting þess lofts sem í honum er uppblásnum. Aðal kosturinn við þennan barnabílstól er hversu meðfærilegur hann er og auðvelt að flytja með sér, til dæmis meðferðis í leigubíla eða aðra bíla en heimilisins, en títt sé að foreldrar noti ekki barnabílstóla fyrir börn sín nema í eigin bílum vegna þess hve ómeðfærilegir og þungir flestir stólarnir eru. Ekki er komið að fjöldaframleiðslu þessa stóls, enda tilraunaframleiðsla. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent
Fyrir 50 árum kynnti Volvo fyrsta barnabílstólinn sem sneri aftur og tryggði öryggi barna í bílum mun betur en áður þekktist. Nú hefur Volvo hannað uppblásanlegan barnabílstól sem pakka má saman í bakpoka. Stóllinn er afar léttur og vegur aðeins 5 kíló. Volvo telur að þeir barnabílstólar sem nú bjóðast séu alltof fyrirferðamiklir, þungir og erfiðir í flutningi og notkun. Engu er fórnað varðandi öryggi barna í þessum nýja stól Volvo, nema síður sé. Stólinn má blása upp á 40 sekúndum og hann er gerður úr afar sterku efni sem þolir háan þrýsting þess lofts sem í honum er uppblásnum. Aðal kosturinn við þennan barnabílstól er hversu meðfærilegur hann er og auðvelt að flytja með sér, til dæmis meðferðis í leigubíla eða aðra bíla en heimilisins, en títt sé að foreldrar noti ekki barnabílstóla fyrir börn sín nema í eigin bílum vegna þess hve ómeðfærilegir og þungir flestir stólarnir eru. Ekki er komið að fjöldaframleiðslu þessa stóls, enda tilraunaframleiðsla.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent