Stangveiðin hófst í gær Karl Lúðvíksson skrifar 2. apríl 2014 09:02 Nuno með fyrsta fiskinn úr Varmá í sumar Mynd: www.svfr.is Stangveiðitímabilið hófst í gær í nokkrum vötnum og ám á landinu en eins og búist var við var heldur rólegt með einhverjum undantekningum þó. Fjölmenni er venjulega við Vífilstaðavatn og þannig var það í gær. Aflabrögðin voru heldur rýr en við vitum þó af ungum veiðimenni með eina bleikju og annar veiðimaður sem var við norðurbakkann sem fékk þrjár. Í Varmá var nokkuð líf á helstu stöðum en þar kom 5 punda bleikja fyrst á land ásamt nokkrum birtingum. Tungulækur gaf 91 sjóbirting samkvæmt Vötn og Veiði sem er feiknagott, eins komu 13 á land í Tungufljóti. Fyrir norðan er fátt að frétta enda ís á svo til öllum vötnum og ám sem opnuðu fyrir veiði í gær, það er helst að fá fréttir úr Litluá í Keldum en ekki náðist í veiðimenn sem voru þar við opnun. það er vonandi ávísun á að veiðin sé góð. Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Veiði hefst á föstudaginn í Ytri Rangá Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði
Stangveiðitímabilið hófst í gær í nokkrum vötnum og ám á landinu en eins og búist var við var heldur rólegt með einhverjum undantekningum þó. Fjölmenni er venjulega við Vífilstaðavatn og þannig var það í gær. Aflabrögðin voru heldur rýr en við vitum þó af ungum veiðimenni með eina bleikju og annar veiðimaður sem var við norðurbakkann sem fékk þrjár. Í Varmá var nokkuð líf á helstu stöðum en þar kom 5 punda bleikja fyrst á land ásamt nokkrum birtingum. Tungulækur gaf 91 sjóbirting samkvæmt Vötn og Veiði sem er feiknagott, eins komu 13 á land í Tungufljóti. Fyrir norðan er fátt að frétta enda ís á svo til öllum vötnum og ám sem opnuðu fyrir veiði í gær, það er helst að fá fréttir úr Litluá í Keldum en ekki náðist í veiðimenn sem voru þar við opnun. það er vonandi ávísun á að veiðin sé góð.
Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Veiði hefst á föstudaginn í Ytri Rangá Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði