Subaru WRX einnig sem hlaðbakur Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2014 14:01 Subaru WRX "sedan". Autoblog Subaru Impreza WRX er mikið elskaður bíll, enda tiltölulega ódýr spyrnukerra þar á ferð. Ófáum mislíkaði mjög ákvörðun Subaru að framleiða síðustu kynslóð hans aðeins sem „sedan“-bíl, með hefðbundnu skotti. Þykir mörgum fyrra hlaðbakslag (hatchback) hans fallegra og víst er að þannig er hann notadrýgri bíll, með mun meira flutningsrými og stóran afturhlera. Ekki síst þótti ákvörðun Subaru einkennileg í ljósi þess að 50% allra seldra WRX-bíla var með þessu lagi. Bílavefurinn Motoring.com í Ástralíu telur sig nú hafa heimildir fyrir því að Subaru hyggist einnig framleiða nýja bílinn með hlaðbakslagi, líkt og hann hefur oftast fengist. Ástæða þess að Subaru hannaði aðeins „sedan“-lag nýjasta WRX var til þess að spara í hönnunarkostnaði, en Subaru hefur vafalaust fundið það út síðar, sem marga grunaði, að færri kaupendur myndu finnast á bílnum ef hann eingöngu byðist með „sedan“-lagi. Subaru WRX hatchback árgerð 2008. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent
Subaru Impreza WRX er mikið elskaður bíll, enda tiltölulega ódýr spyrnukerra þar á ferð. Ófáum mislíkaði mjög ákvörðun Subaru að framleiða síðustu kynslóð hans aðeins sem „sedan“-bíl, með hefðbundnu skotti. Þykir mörgum fyrra hlaðbakslag (hatchback) hans fallegra og víst er að þannig er hann notadrýgri bíll, með mun meira flutningsrými og stóran afturhlera. Ekki síst þótti ákvörðun Subaru einkennileg í ljósi þess að 50% allra seldra WRX-bíla var með þessu lagi. Bílavefurinn Motoring.com í Ástralíu telur sig nú hafa heimildir fyrir því að Subaru hyggist einnig framleiða nýja bílinn með hlaðbakslagi, líkt og hann hefur oftast fengist. Ástæða þess að Subaru hannaði aðeins „sedan“-lag nýjasta WRX var til þess að spara í hönnunarkostnaði, en Subaru hefur vafalaust fundið það út síðar, sem marga grunaði, að færri kaupendur myndu finnast á bílnum ef hann eingöngu byðist með „sedan“-lagi. Subaru WRX hatchback árgerð 2008.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent