Nýr Peugeot í Peking Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2014 10:15 Peugeot Exalt tilraunabíllinn. Margir bílaframleiðendur velja sér það þessa dagana að kynna nýja bíla sína í Kína. Það ætlar einmitt Peugeot að gera á bílasýningunni í Peking sem hefst síðar í þessum mánuði. Þessi flotti bíll frá Peugeot er fullvaxinn fjögurra dyra lúxusbíll með krafta í kögglum og tvinnbíll að auki. Hann hefur fengið nafnið Exalt og er 335 hestöfl. 266 þeirra koma frá hefðbundinni 1,6 lítra brunavél sem einnig er í Peugeot RCZ R bílnum, en restin kemur frá 50 kW rafmótor sem knýr afturhjólin. Aflið fer í gegnum 6 gíra beinskiptingu. Yfirbygging bílsins er úr ómáluðu stáli, en afturhluti bílsins er þakinn yfirborði sem Peugeot-menn kalla „hákarlaskinn“, hvort sem því ber að taka bókstaflega eða ekki. Af myndinni af bílnum að dæma virðist þarna kominn bíll sem kominn er af tilraunastiginu og tilbúinn til framleiðslu. Vonandi er það svo, þar sem hann er með fallegri bílum sem frá Peugeot hefur komið. Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent
Margir bílaframleiðendur velja sér það þessa dagana að kynna nýja bíla sína í Kína. Það ætlar einmitt Peugeot að gera á bílasýningunni í Peking sem hefst síðar í þessum mánuði. Þessi flotti bíll frá Peugeot er fullvaxinn fjögurra dyra lúxusbíll með krafta í kögglum og tvinnbíll að auki. Hann hefur fengið nafnið Exalt og er 335 hestöfl. 266 þeirra koma frá hefðbundinni 1,6 lítra brunavél sem einnig er í Peugeot RCZ R bílnum, en restin kemur frá 50 kW rafmótor sem knýr afturhjólin. Aflið fer í gegnum 6 gíra beinskiptingu. Yfirbygging bílsins er úr ómáluðu stáli, en afturhluti bílsins er þakinn yfirborði sem Peugeot-menn kalla „hákarlaskinn“, hvort sem því ber að taka bókstaflega eða ekki. Af myndinni af bílnum að dæma virðist þarna kominn bíll sem kominn er af tilraunastiginu og tilbúinn til framleiðslu. Vonandi er það svo, þar sem hann er með fallegri bílum sem frá Peugeot hefur komið.
Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent