Klára Fast & Furious með tvífara Paul Walker Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2014 09:45 Sviplegt fráfall leikarans Paul Walker í bílslysi varð til þess að tökum á sjöundu myndinni í bílabíóröð Fast & Furious var frestað og huggðu sumir að hætt yrði við myndina. Svo verður þó ekki. Myndin átti upphaflega að verða frumsýnd 11. júlí í ár, en það verður þess í stað þann 10. apríl á næsta ári. Nú standa yfir áframhaldandi tökur á myndinni og verður persóna Paul Walker ekki skrifuð út og með hlutverk hans fer tvífari, en í einhverju mæli verður andlit Walker sett í stað hans með tölvutækni. Hlutverki Paul Walker í myndinni hefur verið breytt á þann hátt að hann hverfur af sjónarsviðinu, en deyr ekki. Með því vilja framleiðendur myndarinnar heiðra minningu annars þess aðalleikara sem búið hefur til þessa ábatasömu bíómyndaröð. Framleiðsla þeirra hefur nú þegar halað inn 230 milljörðum króna í tekjur. Brot úr þessari sjöndu mynd Fast & Furious má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent
Sviplegt fráfall leikarans Paul Walker í bílslysi varð til þess að tökum á sjöundu myndinni í bílabíóröð Fast & Furious var frestað og huggðu sumir að hætt yrði við myndina. Svo verður þó ekki. Myndin átti upphaflega að verða frumsýnd 11. júlí í ár, en það verður þess í stað þann 10. apríl á næsta ári. Nú standa yfir áframhaldandi tökur á myndinni og verður persóna Paul Walker ekki skrifuð út og með hlutverk hans fer tvífari, en í einhverju mæli verður andlit Walker sett í stað hans með tölvutækni. Hlutverki Paul Walker í myndinni hefur verið breytt á þann hátt að hann hverfur af sjónarsviðinu, en deyr ekki. Með því vilja framleiðendur myndarinnar heiðra minningu annars þess aðalleikara sem búið hefur til þessa ábatasömu bíómyndaröð. Framleiðsla þeirra hefur nú þegar halað inn 230 milljörðum króna í tekjur. Brot úr þessari sjöndu mynd Fast & Furious má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent