Freyr: Liðsandinn var góður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. mars 2014 17:30 Freyr og leikmenn landsliðsins fagna á Algarve. Mynd/KSÍ Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var ánægður með fjölmargt sem íslenska landsliðið vann með á æfingamótinu í Algarve fyrr í vetur. Stelpurnar okkar náðu frábærum árangri á mótinu og unnu til bronsverðlauna. Þær unnu þrjá sigra gegn sterkum liðum Noregs, Svíþjóðar og Kína. Freyr tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leiki Íslands gegn Ísrael og Möltu í næsta mánuði en þeir eru í undankeppni HM 2015. Hann nýtti tækifærið til að gera upp ferðina til Algarve. Hann benti á að 21 af þeim 23 leikmönnum sem fóru með í ferðina hafi verið í byrjunarliði Íslands í minnst einum leik og að enginn hafi spilað alla leiki Íslands. „Þar af leiðandi fóru allir leikmenn heilir heilsu aftur til sinna félagsliða sem flest eru á fullu á sínu undirbúningstímabili. Það er mikilvægt - ekki síst fyrir landsliðið þegar fram í sækir,“ sagði Freyr á fundinum í dag. Hann lagði áherslu á að vinna í föstum leikatriðum og taldi mikilvægt að lið eins og Ísland væri sterkt í þeim þætti leiksins. Þá sagði hann mikilvægt að allir leikmenn væru með skýrt hlutverk og að eftir þeim væri farið. Freyr sagði að eitt það fyrsta sem hann hefði tekið fyrir hjá landsliðinu væri öflugur og góður varnarleikur. „Ég tel mikilvægt að lið geti almennt spilað fleiri en eitt varnarafbrigði - að Ísland geti til dæmis bæði beitt „lágpressu“ og „hápressu“ í sínum varnarleik,“ sagði Freyr. „Hvað sóknarleikinn varðar taldi ég mikilvægt að við værum fær um að stjórna hraða leiksins og héldum boltanum betur. Við getum enn bætt okkur talsvert í þeim þáttum.“ Hann lagði einnig ríka áherslu á að auka leikgleðina og að liðið ynni saman sem ein heild. „Mér fannst mjög góð holning á liðinu í Portúgal og leikmenn fundu fyrir því.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Öflugur hópinn valinn | Sif enn meidd Freyr Alexandersson tilkynnti í dag hvaða 20 leikmenn væru í leikmannahópi Íslands fyrir leiki liðsins gegn Ísrael og Möltu í undankeppni HM 2015. 25. mars 2014 13:50 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var ánægður með fjölmargt sem íslenska landsliðið vann með á æfingamótinu í Algarve fyrr í vetur. Stelpurnar okkar náðu frábærum árangri á mótinu og unnu til bronsverðlauna. Þær unnu þrjá sigra gegn sterkum liðum Noregs, Svíþjóðar og Kína. Freyr tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leiki Íslands gegn Ísrael og Möltu í næsta mánuði en þeir eru í undankeppni HM 2015. Hann nýtti tækifærið til að gera upp ferðina til Algarve. Hann benti á að 21 af þeim 23 leikmönnum sem fóru með í ferðina hafi verið í byrjunarliði Íslands í minnst einum leik og að enginn hafi spilað alla leiki Íslands. „Þar af leiðandi fóru allir leikmenn heilir heilsu aftur til sinna félagsliða sem flest eru á fullu á sínu undirbúningstímabili. Það er mikilvægt - ekki síst fyrir landsliðið þegar fram í sækir,“ sagði Freyr á fundinum í dag. Hann lagði áherslu á að vinna í föstum leikatriðum og taldi mikilvægt að lið eins og Ísland væri sterkt í þeim þætti leiksins. Þá sagði hann mikilvægt að allir leikmenn væru með skýrt hlutverk og að eftir þeim væri farið. Freyr sagði að eitt það fyrsta sem hann hefði tekið fyrir hjá landsliðinu væri öflugur og góður varnarleikur. „Ég tel mikilvægt að lið geti almennt spilað fleiri en eitt varnarafbrigði - að Ísland geti til dæmis bæði beitt „lágpressu“ og „hápressu“ í sínum varnarleik,“ sagði Freyr. „Hvað sóknarleikinn varðar taldi ég mikilvægt að við værum fær um að stjórna hraða leiksins og héldum boltanum betur. Við getum enn bætt okkur talsvert í þeim þáttum.“ Hann lagði einnig ríka áherslu á að auka leikgleðina og að liðið ynni saman sem ein heild. „Mér fannst mjög góð holning á liðinu í Portúgal og leikmenn fundu fyrir því.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Öflugur hópinn valinn | Sif enn meidd Freyr Alexandersson tilkynnti í dag hvaða 20 leikmenn væru í leikmannahópi Íslands fyrir leiki liðsins gegn Ísrael og Möltu í undankeppni HM 2015. 25. mars 2014 13:50 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Öflugur hópinn valinn | Sif enn meidd Freyr Alexandersson tilkynnti í dag hvaða 20 leikmenn væru í leikmannahópi Íslands fyrir leiki liðsins gegn Ísrael og Möltu í undankeppni HM 2015. 25. mars 2014 13:50