Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Karl Lúðvíksson skrifar 27. mars 2014 12:53 Það var pínu kvíði farinn að setjast í hjörtu veiðimanna síðustu daga þegar það hefur gengið á með úrhellisrigningu og roki og útlitið fyrir veiðiveður fyrsta veiðidaginn ekki gott. Nú hefur heldur betur ræst úr veðurspánni og það er spáð hlýnandi veðri, hæglætis golu og heldur björtum degi 1. apríl en þá opna nokkur veiðisvæði fyrir veiðimenn. Hitinn gæti jafnvel dottið upp í 8-10 gráður þegar best lætur og það getur komið fiskinum af stað. Eitthvað er laust af leyfum opnunarvikuna en það má þó reikna með að það komi kippur í bókanir þegar það liggur fyrir að verðið verði gott. Spennandi svæði væru t.d. Brúará, Eldvatn, Minnivallalækur, Sogið, Varmá og svo má auðvitað reikna með veiðimönnum við þau vötn sem opna á sama tíma. Fyrir norðan verður líklega ekki jafn veiðilegt og á suður- og vesturlandi að Skagafirði undanskildum. Það verður svo spennandi að heyra veiðifréttir eftir þennan fyrsta dag en við hvetjum ykkur veiðimenn til að senda meil á kalli@365.is með veiðimynd og frásögn af ykkar fyrsta veiðidegi. Stangveiði Mest lesið Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði Lifnar yfir Syðri Brú Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði
Það var pínu kvíði farinn að setjast í hjörtu veiðimanna síðustu daga þegar það hefur gengið á með úrhellisrigningu og roki og útlitið fyrir veiðiveður fyrsta veiðidaginn ekki gott. Nú hefur heldur betur ræst úr veðurspánni og það er spáð hlýnandi veðri, hæglætis golu og heldur björtum degi 1. apríl en þá opna nokkur veiðisvæði fyrir veiðimenn. Hitinn gæti jafnvel dottið upp í 8-10 gráður þegar best lætur og það getur komið fiskinum af stað. Eitthvað er laust af leyfum opnunarvikuna en það má þó reikna með að það komi kippur í bókanir þegar það liggur fyrir að verðið verði gott. Spennandi svæði væru t.d. Brúará, Eldvatn, Minnivallalækur, Sogið, Varmá og svo má auðvitað reikna með veiðimönnum við þau vötn sem opna á sama tíma. Fyrir norðan verður líklega ekki jafn veiðilegt og á suður- og vesturlandi að Skagafirði undanskildum. Það verður svo spennandi að heyra veiðifréttir eftir þennan fyrsta dag en við hvetjum ykkur veiðimenn til að senda meil á kalli@365.is með veiðimynd og frásögn af ykkar fyrsta veiðidegi.
Stangveiði Mest lesið Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði Lifnar yfir Syðri Brú Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði