Porsche hagnast um 2,6 milljónir á hverjum seldum bíl Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2014 12:30 Porsche bílar til sýnis á bílasýningu. Fáum bílaframleiðendum tekst að hagnast eins mikið á hverjum seldum bíl og Porsche en að meðaltali hagnast Porsche um 2,6 milljónir króna á hverjum þeim bíl sem fyrirtækið selur. Porsche er í eigu Volkswagen ásamt 9 öðrum bílamerkjum. Ekkert merki Volkswagen nær viðlíkum hagnaði af hverjum seldum bíl, en Audi hagnast um 600.000 krónur á hverjum seldum bíl sem er um 10% af kaupverði þeirra. Porsche hagnast meira á hverjum bíl en ofurbílamerkin Lamborghini og Bentley, þó þeir séu miklu dýrari en Porsche bílar. Öll þessi merki tilheyra Volkswagen bílasamstæðunni. Hætt er við því að meðalhagnaður af hverjum seldum Porsche bíl lækki eitthvað með tilkomu nýja sportjeppans Macan, en hann ódýrarari en aðrar gerðir Porsche bíla. Þessi góði hagnaður á bílum Porsche er líklega til marks um það hversu góð framleiðsla Porsche bíla er, en kaupendur þeirra meta gæði þeirra með tilliti til verðs samt á þann veg að sala þeirra eykst stöðugt. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent
Fáum bílaframleiðendum tekst að hagnast eins mikið á hverjum seldum bíl og Porsche en að meðaltali hagnast Porsche um 2,6 milljónir króna á hverjum þeim bíl sem fyrirtækið selur. Porsche er í eigu Volkswagen ásamt 9 öðrum bílamerkjum. Ekkert merki Volkswagen nær viðlíkum hagnaði af hverjum seldum bíl, en Audi hagnast um 600.000 krónur á hverjum seldum bíl sem er um 10% af kaupverði þeirra. Porsche hagnast meira á hverjum bíl en ofurbílamerkin Lamborghini og Bentley, þó þeir séu miklu dýrari en Porsche bílar. Öll þessi merki tilheyra Volkswagen bílasamstæðunni. Hætt er við því að meðalhagnaður af hverjum seldum Porsche bíl lækki eitthvað með tilkomu nýja sportjeppans Macan, en hann ódýrarari en aðrar gerðir Porsche bíla. Þessi góði hagnaður á bílum Porsche er líklega til marks um það hversu góð framleiðsla Porsche bíla er, en kaupendur þeirra meta gæði þeirra með tilliti til verðs samt á þann veg að sala þeirra eykst stöðugt.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent