Tiger ekki með á Bay Hill 18. mars 2014 22:54 Tiger Woods. Vísir/Getty Tiger Woods, efsti maður heimslistans, tilkynnti í kvöld að hann verður ekki með á boðsmóti Arnold Palmer á Bay Hill vellinum í Orlando um helgina. Woods á titil að verja á mótinu en hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli að undanförnu. Hann bindur þó enn vonir við að ná fyrsta risamóti ársins, Masters-mótinu í næsta mánuði. „Ég hringdi sjálfur í Arnold til að segja honum að ég gæti ekki tekið þátt í mótinu hans þetta árið,“ kom fram í yfirlýsingu sem Woods sendi frá sér í kvöld. „Mér þykir þetta leitt fyrir hönd allra þeirra sem koma að mótinu en því miður hafa krampar og verki í bakinu mínu ekki minnkað.“ Woods hætti keppni á Honda Classic-mótinu fyrr í þessum mánuði eftir þrettán holur á lokahringnum. Hann vann síðast mót í ágúst síðastliðnum en Masters-mótið, sem Tiger vann síðast árið 2005, hefst þann 10. apríl. Sýnt verður frá boðsmóti Arnold Palmer í beinni útsending á Golfstöðinni um helgina. Golf Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods, efsti maður heimslistans, tilkynnti í kvöld að hann verður ekki með á boðsmóti Arnold Palmer á Bay Hill vellinum í Orlando um helgina. Woods á titil að verja á mótinu en hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli að undanförnu. Hann bindur þó enn vonir við að ná fyrsta risamóti ársins, Masters-mótinu í næsta mánuði. „Ég hringdi sjálfur í Arnold til að segja honum að ég gæti ekki tekið þátt í mótinu hans þetta árið,“ kom fram í yfirlýsingu sem Woods sendi frá sér í kvöld. „Mér þykir þetta leitt fyrir hönd allra þeirra sem koma að mótinu en því miður hafa krampar og verki í bakinu mínu ekki minnkað.“ Woods hætti keppni á Honda Classic-mótinu fyrr í þessum mánuði eftir þrettán holur á lokahringnum. Hann vann síðast mót í ágúst síðastliðnum en Masters-mótið, sem Tiger vann síðast árið 2005, hefst þann 10. apríl. Sýnt verður frá boðsmóti Arnold Palmer í beinni útsending á Golfstöðinni um helgina.
Golf Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira