59 Bond-bílar til sölu í einu lagi Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2014 15:08 Einn af bílum safnins, Aston Martin. Árið 2011 keypti moldríkur bandarískur fasteignaeigandi nokkra tugi af bílum sem notaðir hafa verið í James Bond myndum í einu lagi af Bond Museum í Keswick í Bretlandi. Síðan þá hefur hann bætt nokkrum Bond-bílum við safn sitt sem telur nú 59 bíla og að auki mótorhjólum, sjóköttum, skriðdrekum og þúsundum mynda og plakata frá tökum myndanna. Þetta safn hans er að vonum stærsta safn Bond-bíla sem til er og nú er það til sölu í einu lagi og ekki er hægt að kaupa einstaka bíla. Verðið á safninu er 3,75 milljarðar króna. Meðal bílanna á safni eigandans eru 6 Aston Martin bílar frá myndunum Goldeneye, Die Another Day og The Living Daylights. Einnig er að finna þar Lotus Esprit frá myndinni The Spy Who Loved Me. Einnig Audi A5 og Land Rover Defender úr Skyfall og skriðdreka úr myndinni From Russia With Love. Einnig má þar finna Renault 11 úr myndinni A View to a Kill. Þá er bara að bjóða í og prútta verðið örlítið niður! Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent
Árið 2011 keypti moldríkur bandarískur fasteignaeigandi nokkra tugi af bílum sem notaðir hafa verið í James Bond myndum í einu lagi af Bond Museum í Keswick í Bretlandi. Síðan þá hefur hann bætt nokkrum Bond-bílum við safn sitt sem telur nú 59 bíla og að auki mótorhjólum, sjóköttum, skriðdrekum og þúsundum mynda og plakata frá tökum myndanna. Þetta safn hans er að vonum stærsta safn Bond-bíla sem til er og nú er það til sölu í einu lagi og ekki er hægt að kaupa einstaka bíla. Verðið á safninu er 3,75 milljarðar króna. Meðal bílanna á safni eigandans eru 6 Aston Martin bílar frá myndunum Goldeneye, Die Another Day og The Living Daylights. Einnig er að finna þar Lotus Esprit frá myndinni The Spy Who Loved Me. Einnig Audi A5 og Land Rover Defender úr Skyfall og skriðdreka úr myndinni From Russia With Love. Einnig má þar finna Renault 11 úr myndinni A View to a Kill. Þá er bara að bjóða í og prútta verðið örlítið niður!
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent