Jarðsigshola gleypti 8 bíla í bílasafni Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2014 09:49 Einkennileg jarðsigshola gleypti 8 bíla í National Corvette Museum í Kentucky fylki í Bandaríkjunum í gær. Holan er um 12 metrar í þvermál og 8-10 metra djúp. Engum er ljóst hvað olli þessu jarðsigi enn sem komið er. Meðal bílanna sem hurfu í holuna stóru voru tveir Corvette bílar sem safnið hafði fengið að láni frá General Motors. Enginn starfsmaður var í sýningarsalnum þegar þetta gerðist enda var klukkan aðeins 5:44 að morgni er gólf salarins féll niður í holuna ásamt bílunum átta. Sem betur fer fór eini bíllinn af Corvettu árgerð 1983, sem aðeins var framleiddur í 44 eintökum, ekki ofan í holuna, en bíllinn var í salnum. Bílarnir frá GM sem hurfu í holuna voru 1993 árgerð af Corvette ZR-1 Spyder og 2009 ZR-1 „Blue Devil“, en einnig milljónasta Corvettan sem smíðuð var árið 1992. Safnið er nú lokað, sem eðlilegt má teljast. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent
Einkennileg jarðsigshola gleypti 8 bíla í National Corvette Museum í Kentucky fylki í Bandaríkjunum í gær. Holan er um 12 metrar í þvermál og 8-10 metra djúp. Engum er ljóst hvað olli þessu jarðsigi enn sem komið er. Meðal bílanna sem hurfu í holuna stóru voru tveir Corvette bílar sem safnið hafði fengið að láni frá General Motors. Enginn starfsmaður var í sýningarsalnum þegar þetta gerðist enda var klukkan aðeins 5:44 að morgni er gólf salarins féll niður í holuna ásamt bílunum átta. Sem betur fer fór eini bíllinn af Corvettu árgerð 1983, sem aðeins var framleiddur í 44 eintökum, ekki ofan í holuna, en bíllinn var í salnum. Bílarnir frá GM sem hurfu í holuna voru 1993 árgerð af Corvette ZR-1 Spyder og 2009 ZR-1 „Blue Devil“, en einnig milljónasta Corvettan sem smíðuð var árið 1992. Safnið er nú lokað, sem eðlilegt má teljast.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent