Bílasala í Evrópu tosast upp Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2014 10:15 Nokkrir þessa ættu að komast í hendur nýrra eigenda í ár. Bílasala í Evrópu hefur minnkað 6 ár í röð, en nú eru blikur á lofti um að hið sjöunda sé ekki í nánd. Janúar byrjaði á jákvæðu nótunum og sem dæmi jókst bílasala í þýskalandi um 7% frá árinu áður. Þar voru skráðir 206.000 nýir bílar og var þetta fimmti mánuðurinn í röð þar sem bílasala þar eykst milli ára. Það sem sparkaði sölunni áfram voru góð tilboð bílaframleiðendanna og því fylgir ef til vill ekki mkill ávinningur þessari bættri sölu. Heildarsala bíla í fyrra í Þýskalandi var 2,95 milljón bílar en spáð er 3 milljón bíla sölu í ár, sem er innan við 2% aukning. Salan í Frakklandi jókst um 0,5% í janúar og nam 125.477 bílum. Salan á ítalíu jókst um 3% og þar seldust 117.802 bílar. Þar er salan þó á pari við bílasölu á seinni hluta áttunda áratugar síðustu aldar, svo þar er enn langt í land að bílasala teljist eðlileg. Salan á Spáni jókst um 7,6% og seldust 53.436 bílar en aukningin þar er helst drifin áfram af aðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem greiðir kaupendum fyrir að henda eldri bílum. Spáð er 3% aukingu bílasölu í vesturhluta Evrópu og að hún verði 11,85 milljón bílar. Það er ekki nema um 14% af þeirri bílasölu sem áætluð erí öllum heiminum í ár. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent
Bílasala í Evrópu hefur minnkað 6 ár í röð, en nú eru blikur á lofti um að hið sjöunda sé ekki í nánd. Janúar byrjaði á jákvæðu nótunum og sem dæmi jókst bílasala í þýskalandi um 7% frá árinu áður. Þar voru skráðir 206.000 nýir bílar og var þetta fimmti mánuðurinn í röð þar sem bílasala þar eykst milli ára. Það sem sparkaði sölunni áfram voru góð tilboð bílaframleiðendanna og því fylgir ef til vill ekki mkill ávinningur þessari bættri sölu. Heildarsala bíla í fyrra í Þýskalandi var 2,95 milljón bílar en spáð er 3 milljón bíla sölu í ár, sem er innan við 2% aukning. Salan í Frakklandi jókst um 0,5% í janúar og nam 125.477 bílum. Salan á ítalíu jókst um 3% og þar seldust 117.802 bílar. Þar er salan þó á pari við bílasölu á seinni hluta áttunda áratugar síðustu aldar, svo þar er enn langt í land að bílasala teljist eðlileg. Salan á Spáni jókst um 7,6% og seldust 53.436 bílar en aukningin þar er helst drifin áfram af aðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem greiðir kaupendum fyrir að henda eldri bílum. Spáð er 3% aukingu bílasölu í vesturhluta Evrópu og að hún verði 11,85 milljón bílar. Það er ekki nema um 14% af þeirri bílasölu sem áætluð erí öllum heiminum í ár.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent