Svalur Sochi Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2014 09:24 Hann minnir óneitanlega á breytta íslenska jeppa. Autoblog Volkswagen fyrirtækið útvegar stóran bílaflota til handa starfsfólki vetrarólympíleikanna í Sochi í Rússlandi. Eru bílarnir 3.000 talsins og af gerðunum Volkswagen, Audi og Skoda. Einn þeirra sést hér, Volkswagen Amarok sem breytt hefur verið hressilega vegna ímyndarsköpunar þessa ólympíuverkefnis. Ástæða breytinganna á bílnum er sú að hann átti að vera fær um að aka með 9 farþega frá Moskvu til Kamchatka skagans, 16.000 kílómetra leið um miklar vegleysur. Það tókst honum og fékk um leið viðurkenningu frá heimsmetabók Guinness fyrir lengstu vegleysuferð yfir eitt einstakt land. Það tók leiðangurinn 66 daga að komast á leiðarenda og var mest ekið á snjó. Þessi bíll, eins og sést á myndinni, er talsvert breyttur og hefur fengið stærri og grófari dekk, slaglengri fjöðrun, veltigrind, fullkomið leiðsögukerfi og að sjálfsögðu þurfti að taka mikið af brettunum til að koma risastórum dekkjunum fyrir. Lítið var átt við 2,0 lítra dísilvélina, enda var markmið leiðangursins ekki að fara sem hraðast yfir heldur á sem ábyggilegastan hátt og án bilana. Þr´rir VW Amarok á leið yfir Rússland.Jalopnik Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent
Volkswagen fyrirtækið útvegar stóran bílaflota til handa starfsfólki vetrarólympíleikanna í Sochi í Rússlandi. Eru bílarnir 3.000 talsins og af gerðunum Volkswagen, Audi og Skoda. Einn þeirra sést hér, Volkswagen Amarok sem breytt hefur verið hressilega vegna ímyndarsköpunar þessa ólympíuverkefnis. Ástæða breytinganna á bílnum er sú að hann átti að vera fær um að aka með 9 farþega frá Moskvu til Kamchatka skagans, 16.000 kílómetra leið um miklar vegleysur. Það tókst honum og fékk um leið viðurkenningu frá heimsmetabók Guinness fyrir lengstu vegleysuferð yfir eitt einstakt land. Það tók leiðangurinn 66 daga að komast á leiðarenda og var mest ekið á snjó. Þessi bíll, eins og sést á myndinni, er talsvert breyttur og hefur fengið stærri og grófari dekk, slaglengri fjöðrun, veltigrind, fullkomið leiðsögukerfi og að sjálfsögðu þurfti að taka mikið af brettunum til að koma risastórum dekkjunum fyrir. Lítið var átt við 2,0 lítra dísilvélina, enda var markmið leiðangursins ekki að fara sem hraðast yfir heldur á sem ábyggilegastan hátt og án bilana. Þr´rir VW Amarok á leið yfir Rússland.Jalopnik
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent