Leiður ávani að aka hægt á vinstri akrein Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2014 12:15 Þung umferð í höfuðborginni. Umferðarmenning á Íslandi eru margt verri og óþroskaðri en á meginlandi Evrópu, ekki síst Þýskalandi. Þar í landi virða ökumenn mjög þá alkunnu staðreynd að þar sem fleiri akreinar eru en ein eigi hægfara ökumenn að halda sig hægra megin og hleypa þeim sem hraðar fara framúr vinstra megin. Mikil brögð eru að því að þetta sé ekki virt. Í margra huga hérlendis er augljóslega enginn greinarmunur gerður á vinstri og hægri akrein og fólk velur sér þá akrein sem minni umferð er á eða vegna þess að það ætlar að beygja til vinstri af aðalbraut eftir nokkra kílómetra. Engu að síður er það kennt við töku bílprófs að hægari umferð eigi að halda sig hægra megin og sú til vinstri ætluð til framúraksturs. Afleiðingar þessa leiða ávana margra Íslendinga er framúrakstur hægra megin, mikill pirringur ökumanna sem kemst ekki leiðar sinnar og hættulegri akstur fyrir vikið. Auk þess verður flutningsgeta umferðaræða minni af þessum ástæðum. Full ástæða er til að brýna þessa einföldu reglu svo liðka megi fyrir sífellt þyngri umferð um götur höfuðborgarsvæðisins sem víðar. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Umferðarmenning á Íslandi eru margt verri og óþroskaðri en á meginlandi Evrópu, ekki síst Þýskalandi. Þar í landi virða ökumenn mjög þá alkunnu staðreynd að þar sem fleiri akreinar eru en ein eigi hægfara ökumenn að halda sig hægra megin og hleypa þeim sem hraðar fara framúr vinstra megin. Mikil brögð eru að því að þetta sé ekki virt. Í margra huga hérlendis er augljóslega enginn greinarmunur gerður á vinstri og hægri akrein og fólk velur sér þá akrein sem minni umferð er á eða vegna þess að það ætlar að beygja til vinstri af aðalbraut eftir nokkra kílómetra. Engu að síður er það kennt við töku bílprófs að hægari umferð eigi að halda sig hægra megin og sú til vinstri ætluð til framúraksturs. Afleiðingar þessa leiða ávana margra Íslendinga er framúrakstur hægra megin, mikill pirringur ökumanna sem kemst ekki leiðar sinnar og hættulegri akstur fyrir vikið. Auk þess verður flutningsgeta umferðaræða minni af þessum ástæðum. Full ástæða er til að brýna þessa einföldu reglu svo liðka megi fyrir sífellt þyngri umferð um götur höfuðborgarsvæðisins sem víðar.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira