Vefsalan hjá Lax-Á að fara í gang Karl Lúðvíksson skrifar 23. janúar 2014 09:41 Það er gífurlega fallegt við Stóru Laxá. Mynd/lax-a.is Það styttist í að vefsala Lax-Á fari af stað á vefnum agn.is en salan á veiðileyfum þar á bæ er búin að vera mjög góð síðustu daga. Framboðið af ám er minna en í fyrra en þrátt fyrir það er salan meiri og mikið er sótt í þau svæði þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfir í húsi. Vinsæl svæði eru t.d. Sog Syðri Brú, Tannastaðatangi í Soginu og Svartá. Stóra Laxá er svo gott sem uppseld og þeir veiðimenn sem ætla að reyna að komast í hana á komandi veiðisumri ætti að hafa hraðar hendur. Veiðin í fyrra var 1776 laxar sem er ótrúleg veiði á alla mælikvarða en það friðunarátak sem nú stendur yfir í ánni ætti vonandi að skila fleiri sterkum sumrum í náinni framtíð. Þeir sem veiddu Stóru Laxá í fyrra haust sögðu að mikið hefði verið af laxi í sumum hyljum hennar og nokkuð margir vænir lágu þar inn á milli eins og alltaf í þessari rómuðu stórlaxaá. Stangveiði Mest lesið Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Höfðu hendur í hári veiðiþjófa á rjúpu Veiði 17 punda hrygna í Miðdalsá Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði
Það styttist í að vefsala Lax-Á fari af stað á vefnum agn.is en salan á veiðileyfum þar á bæ er búin að vera mjög góð síðustu daga. Framboðið af ám er minna en í fyrra en þrátt fyrir það er salan meiri og mikið er sótt í þau svæði þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfir í húsi. Vinsæl svæði eru t.d. Sog Syðri Brú, Tannastaðatangi í Soginu og Svartá. Stóra Laxá er svo gott sem uppseld og þeir veiðimenn sem ætla að reyna að komast í hana á komandi veiðisumri ætti að hafa hraðar hendur. Veiðin í fyrra var 1776 laxar sem er ótrúleg veiði á alla mælikvarða en það friðunarátak sem nú stendur yfir í ánni ætti vonandi að skila fleiri sterkum sumrum í náinni framtíð. Þeir sem veiddu Stóru Laxá í fyrra haust sögðu að mikið hefði verið af laxi í sumum hyljum hennar og nokkuð margir vænir lágu þar inn á milli eins og alltaf í þessari rómuðu stórlaxaá.
Stangveiði Mest lesið Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Höfðu hendur í hári veiðiþjófa á rjúpu Veiði 17 punda hrygna í Miðdalsá Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði