Sameinað Fiat og Chrysler fær nafn Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2014 16:31 Hið nýja merki Fiat Chrysler Automobiles. Autoblog Einhverjir hafa örugglega velt fyrir sér hvað sameinað bílafyrirtæki Fiat og Chrysler muni heita og því var svarað í dag. Nýja fyrirtækið hefur fengið nafnið Fiat Chrysler Automobiles og nýtt merki þess sést á meðfylgjandi mynd. Þessu sameinaða fyrirtæki verður stjórnað frá Hollandi, en viðskipti með hlutabréf þess verður áfram hægt að eiga í verðbréfahöllum í Mílanó og New York. Ekki er hægt að segja að þetta merki beri neinn dám af merkjum Fiat né Chrysler og hafi neina skýrskotun til annarshvors þeirra. Auðvitað munu rótgróin merki bæði Fiat og Chrysler halda sér og þetta nýja merki mun aðallega sjást þegar rætt er um stjórnunar- og uppgjörsmál hins sameinaða nýja félags. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent
Einhverjir hafa örugglega velt fyrir sér hvað sameinað bílafyrirtæki Fiat og Chrysler muni heita og því var svarað í dag. Nýja fyrirtækið hefur fengið nafnið Fiat Chrysler Automobiles og nýtt merki þess sést á meðfylgjandi mynd. Þessu sameinaða fyrirtæki verður stjórnað frá Hollandi, en viðskipti með hlutabréf þess verður áfram hægt að eiga í verðbréfahöllum í Mílanó og New York. Ekki er hægt að segja að þetta merki beri neinn dám af merkjum Fiat né Chrysler og hafi neina skýrskotun til annarshvors þeirra. Auðvitað munu rótgróin merki bæði Fiat og Chrysler halda sér og þetta nýja merki mun aðallega sjást þegar rætt er um stjórnunar- og uppgjörsmál hins sameinaða nýja félags.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent