BMW toppaði Benz og Audi Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2014 14:47 BMW 3-línan seldist bíla best hjá BMW. Árið í fyrra var níunda árið í röð sem BMW er stærsti lúxusbílaframleiðandi í heimi. BMW var að opinbera sölutölur sínar á bílasýningunni í Detroit og heildarsalan var 1,66 milljón bílar og jókst salan milli ára um 8%. Söluaukning Audi var sú sama, 8% en Mercedes Benz jók söluna mest, eða um 11%. Audi náði 1,57 milljón bíla sölu en Mercedes Benz 1,46 milljón bílum. BMW þakkar helst góðum viðtökum á 3-línu bíl sínum, sem og X1 jepplingnum þann vöxt sem átti sér stað á árinu. Audi og Mercedes Benz hafi bæði sagst ætla að ná BMW í seldu magni bíla, en BMW varði stöðu sína vel á árinu og ekki náði Audi að draga á þá á síðasta ári, þó svo Mercedes Benz hafi gert það að einhverju marki. Benz á líka lengra í land að ná BMW en Audi. Því telja forsvarsmenn BMW að langt sé í að hinir tveir framleiðendurnir muni ná þeim í sölu. Mini er einnig hluti af BMW og jókst sala Mini bíla um 1% á síðasta ári og seldi Mini 305.000 bíla. Rolls Royce er einnig hluti af BMW og jókst salan þar en ekki er tiltekið hversu mikið. Heildarsala BMW samstæðunnar var 1,96 milljón bílar. BMW seldi alls 500.000 bíla af 3-línunni og jókst um 23% á árinu og um 9% á X1 jepplingnum, sem seldist í 161.000 eintökum. BMW spáir 1,77 milljón bíla sölu á þessu ári, Audi 1,66 milljónum bíla og Benz 1,56 milljón bíla sölu. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent
Árið í fyrra var níunda árið í röð sem BMW er stærsti lúxusbílaframleiðandi í heimi. BMW var að opinbera sölutölur sínar á bílasýningunni í Detroit og heildarsalan var 1,66 milljón bílar og jókst salan milli ára um 8%. Söluaukning Audi var sú sama, 8% en Mercedes Benz jók söluna mest, eða um 11%. Audi náði 1,57 milljón bíla sölu en Mercedes Benz 1,46 milljón bílum. BMW þakkar helst góðum viðtökum á 3-línu bíl sínum, sem og X1 jepplingnum þann vöxt sem átti sér stað á árinu. Audi og Mercedes Benz hafi bæði sagst ætla að ná BMW í seldu magni bíla, en BMW varði stöðu sína vel á árinu og ekki náði Audi að draga á þá á síðasta ári, þó svo Mercedes Benz hafi gert það að einhverju marki. Benz á líka lengra í land að ná BMW en Audi. Því telja forsvarsmenn BMW að langt sé í að hinir tveir framleiðendurnir muni ná þeim í sölu. Mini er einnig hluti af BMW og jókst sala Mini bíla um 1% á síðasta ári og seldi Mini 305.000 bíla. Rolls Royce er einnig hluti af BMW og jókst salan þar en ekki er tiltekið hversu mikið. Heildarsala BMW samstæðunnar var 1,96 milljón bílar. BMW seldi alls 500.000 bíla af 3-línunni og jókst um 23% á árinu og um 9% á X1 jepplingnum, sem seldist í 161.000 eintökum. BMW spáir 1,77 milljón bíla sölu á þessu ári, Audi 1,66 milljónum bíla og Benz 1,56 milljón bíla sölu.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent