Lækkað verð skynsamlegra en "vaxtalaus“ lán 14. janúar 2014 08:45 Chevrolet Spark. mynd/Autoblog Bílabúð Benna vekur athygli á umfjöllun Frosta Sigurjónssonar alþingismanns um svokölluð vaxtalaus bílalán. Frosti bendir á að þessi lán feli í sér tapaða afslætti og aukahluti sem mundu annars bjóðast þeim sem staðgreiða eða greiða með venjulegu bílaláni. Frosti segir að þegar upp er staðið geti kostnaður kaupandans af „vaxtalausa“ láninu verið sá sami og af láni með fullum vöxtum. Það vekur athygli að í staðinn fyrir að bjóða lán af þessu tagi hefur Bílabúð Benna kosið að lækkað verð á nýjum bílum. Síðastliðinn föstudag kynnti Bílabúð Benna allt að 7% verðlækkun á nýjum bílum. Vinsæll sportjeppi lækkar t.d. um 500 þús. kr. og vinsæll station bíll um 200 þús. kr. Með þessu móti skilar lækkað verð sér beint til þess að halda verðbólgu í skefjum. Jafnframt býðst öllum viðskiptavinum sama verð, óháð því hvort þeir staðgreiða eða taka lán. Það er ef til vill umhugsunarefni hvers vegna fleiri bílaumboð skuli ekki hafa farið verðlækkunarleiðina þrátt fyrir að styrking krónunnar undanfarið gefi nokkuð svigrúm til þess. Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent
Bílabúð Benna vekur athygli á umfjöllun Frosta Sigurjónssonar alþingismanns um svokölluð vaxtalaus bílalán. Frosti bendir á að þessi lán feli í sér tapaða afslætti og aukahluti sem mundu annars bjóðast þeim sem staðgreiða eða greiða með venjulegu bílaláni. Frosti segir að þegar upp er staðið geti kostnaður kaupandans af „vaxtalausa“ láninu verið sá sami og af láni með fullum vöxtum. Það vekur athygli að í staðinn fyrir að bjóða lán af þessu tagi hefur Bílabúð Benna kosið að lækkað verð á nýjum bílum. Síðastliðinn föstudag kynnti Bílabúð Benna allt að 7% verðlækkun á nýjum bílum. Vinsæll sportjeppi lækkar t.d. um 500 þús. kr. og vinsæll station bíll um 200 þús. kr. Með þessu móti skilar lækkað verð sér beint til þess að halda verðbólgu í skefjum. Jafnframt býðst öllum viðskiptavinum sama verð, óháð því hvort þeir staðgreiða eða taka lán. Það er ef til vill umhugsunarefni hvers vegna fleiri bílaumboð skuli ekki hafa farið verðlækkunarleiðina þrátt fyrir að styrking krónunnar undanfarið gefi nokkuð svigrúm til þess.
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent