Buick aldrei selt fleiri bíla Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2014 08:45 Buick Encore. Ef einhver hafði efasemdir um af hverju General Motors hélt lífi í Buick merkið á meðan það slátraði Pontiac, Hummer og Saturn þarf bara að horfa á sölutölurnar fyrir nýliðið ár. Buick seldi 1,03 milljón bíla og hefur aldrei selt fleiri bíla. Það skrítna við þessa góðu sölu er að 78,5% sölunnar er í Kína og restin að mestu í Bandaríkjunum. Þó selur Buick einnig bíla í Kanada og Mexíkó en salan í þeim tveimur löndum telur aðeins 1,6% af heildarsölunni. General Motors er stærsti erlendi bílasalinn í Kína og á Buick merkið stóran skerf í velgengni GM þar. Söluaukning Buick í Kína nam 15,7% og 13,9% í Bandaríkjunum. Heildaraukning sölu Buick á árinu nam 15,4%. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent
Ef einhver hafði efasemdir um af hverju General Motors hélt lífi í Buick merkið á meðan það slátraði Pontiac, Hummer og Saturn þarf bara að horfa á sölutölurnar fyrir nýliðið ár. Buick seldi 1,03 milljón bíla og hefur aldrei selt fleiri bíla. Það skrítna við þessa góðu sölu er að 78,5% sölunnar er í Kína og restin að mestu í Bandaríkjunum. Þó selur Buick einnig bíla í Kanada og Mexíkó en salan í þeim tveimur löndum telur aðeins 1,6% af heildarsölunni. General Motors er stærsti erlendi bílasalinn í Kína og á Buick merkið stóran skerf í velgengni GM þar. Söluaukning Buick í Kína nam 15,7% og 13,9% í Bandaríkjunum. Heildaraukning sölu Buick á árinu nam 15,4%.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent