Er stærð 12 yfirstærð? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 16. janúar 2014 17:00 Ekki eru allir á eitt sáttir með nýju fatalínu spænska fatarisans Mango sem setti nýverið á markað línuna Violeta fyrir konur í yfirstærð. Klæðnaðurinn fæst í stærðum 12 til 24 og blöskrar mörgum að forsvarsmenn Mango telji að konur sem noti stærri stærðir en 10 séu í yfirstærð. Neytendur á Spáni og í Bretlandi hafa notað Twitter til að kvarta yfir línunni en í henni eru fjögur hundruð flíkur sem fóru í sölu á netinu í dag en koma í verslanir á morgun. Spænskir viðskiptavinir tískurisans ganga svo langt að fara fram á að sölu á Violeta verði hætt. Lögfræðingurinn Arantxa Calvera hefur stofnað undirskriftarlista þess efnis og hafa 57 þúsund manns skrifað undir nú þegar. „Að telja að stærð 12 sé yfirstærð sýnir mjög brenglaða mynd af raunveruleikanum,“ segir Arantxa. „Tilgangur Violeta by Mango er að klæða ungar konur í stærðum 12 til 24 í flíkur sem hannaðar eru til að vera þægilegar, kvenlegar og nútímalegar,“ segir talskona Mango.Umdeild lína. Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Ekki eru allir á eitt sáttir með nýju fatalínu spænska fatarisans Mango sem setti nýverið á markað línuna Violeta fyrir konur í yfirstærð. Klæðnaðurinn fæst í stærðum 12 til 24 og blöskrar mörgum að forsvarsmenn Mango telji að konur sem noti stærri stærðir en 10 séu í yfirstærð. Neytendur á Spáni og í Bretlandi hafa notað Twitter til að kvarta yfir línunni en í henni eru fjögur hundruð flíkur sem fóru í sölu á netinu í dag en koma í verslanir á morgun. Spænskir viðskiptavinir tískurisans ganga svo langt að fara fram á að sölu á Violeta verði hætt. Lögfræðingurinn Arantxa Calvera hefur stofnað undirskriftarlista þess efnis og hafa 57 þúsund manns skrifað undir nú þegar. „Að telja að stærð 12 sé yfirstærð sýnir mjög brenglaða mynd af raunveruleikanum,“ segir Arantxa. „Tilgangur Violeta by Mango er að klæða ungar konur í stærðum 12 til 24 í flíkur sem hannaðar eru til að vera þægilegar, kvenlegar og nútímalegar,“ segir talskona Mango.Umdeild lína.
Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira