Bílalaus Hamborg árið 2034 Finnur Thorlacius skrifar 17. janúar 2014 10:15 Hamborg Autoblog Í þröngum miðbæjum margra gamalgróinna borga Evrópu er ekkert vit í mikilli bílaumferð og í raun ekkert pláss fyrir þá. Þessar borgir þróuðust löngu fyrir tilkomu bílsins og hann því hálfgert vandræðabarn á götum þeirra. Ein þessara borga er næst stærsta borg Þýskalands, Hamborg. Borgaryfirvöld þar stefna nú að því að gera miðbæinn bíllausan árið 2034 og vinna nú eftir áætlun sem þeir kalla „Green Network“. Það svæði sem um ræðir að gera bíllaust er um 40% af flatarmáli borgarinnar. Íbúar og gestir borgarinnar munu því árið 2034 geta notið miðbæjarins á tveimur jafnfljótum eða á hjóli alveg lausir við bílaumferð og mengun sem af henni hlýst. Íbúar Hamborg eru 1,8 milljónir og er hún óvenju þéttbyggð. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent
Í þröngum miðbæjum margra gamalgróinna borga Evrópu er ekkert vit í mikilli bílaumferð og í raun ekkert pláss fyrir þá. Þessar borgir þróuðust löngu fyrir tilkomu bílsins og hann því hálfgert vandræðabarn á götum þeirra. Ein þessara borga er næst stærsta borg Þýskalands, Hamborg. Borgaryfirvöld þar stefna nú að því að gera miðbæinn bíllausan árið 2034 og vinna nú eftir áætlun sem þeir kalla „Green Network“. Það svæði sem um ræðir að gera bíllaust er um 40% af flatarmáli borgarinnar. Íbúar og gestir borgarinnar munu því árið 2034 geta notið miðbæjarins á tveimur jafnfljótum eða á hjóli alveg lausir við bílaumferð og mengun sem af henni hlýst. Íbúar Hamborg eru 1,8 milljónir og er hún óvenju þéttbyggð.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent