Kia sýnir 315 hestafla sportbíl í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2014 13:34 Ekki svo ólíkar línur og í Audi R8. Í síðasta mánuði var hér greint frá nýjum bíl Kia, þeirra fyrsta eiginlega sportbíl, sem sýndur verður á bílasýningunni í Detroit í þessum mánuði. Ekki var þá búið að gefa mikið upp um bílinn, en nú hefur Kia gefið aðeins meira upp. Bíllinn mun heita GT4 Stinger og hann verður með 2,0 lítra forþjöppudrifna vél sem skilar 315 hestöflum til afturhjólanna. Talað var að þessi bíll ætti að keppa við Toyota GT-86/Subaru BRZ systurbílana, en miðað við aflið sem bílnum er skaffað mun hann keppa við öflugri sportbíla. Í Bandaríkjunum eru helst nefndir Ford Mustang og Hyundai Genesis Coupe. Ef verði bílsins verður haldið í 25.000 dollurum, líkt og Toyota GT-86/Subaru BRZ kosta ætti hann að standa sig í samkeppninni. Kia GT4 Stinger verður á 20 tommu álfelgum, með LED ljós og æði sportlegur, ef marka má meðfylgjandi mynd.Svona lítur bíllinn út ofan frá séð. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Í síðasta mánuði var hér greint frá nýjum bíl Kia, þeirra fyrsta eiginlega sportbíl, sem sýndur verður á bílasýningunni í Detroit í þessum mánuði. Ekki var þá búið að gefa mikið upp um bílinn, en nú hefur Kia gefið aðeins meira upp. Bíllinn mun heita GT4 Stinger og hann verður með 2,0 lítra forþjöppudrifna vél sem skilar 315 hestöflum til afturhjólanna. Talað var að þessi bíll ætti að keppa við Toyota GT-86/Subaru BRZ systurbílana, en miðað við aflið sem bílnum er skaffað mun hann keppa við öflugri sportbíla. Í Bandaríkjunum eru helst nefndir Ford Mustang og Hyundai Genesis Coupe. Ef verði bílsins verður haldið í 25.000 dollurum, líkt og Toyota GT-86/Subaru BRZ kosta ætti hann að standa sig í samkeppninni. Kia GT4 Stinger verður á 20 tommu álfelgum, með LED ljós og æði sportlegur, ef marka má meðfylgjandi mynd.Svona lítur bíllinn út ofan frá séð.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira