Vænir bónusar bandarískra bílaframleiðenda Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2014 12:30 Starsfólk í bandarískri bílasamsetningarverksmiðju setur saman bíl. Autoblog Starfsfólk í bílaverksmiðjum í Bandaríkjunum eiga von á hressilegum launbónusum eftir mjög gott ár þriggja stærstu bílaframleiðendanna þar vestra, General Motors, Chrysler og Ford. Þeir 130.000 starfsmenn þeirra munu líklega skipta á milli sín 800 milljónum dollara á næstunni í bónusa. Það gerir um 715.000 krónur á hvern starfsmann. Yrði þetta þriðja árið í röð sem starfsfólk verksmiðjanna fá vænan tékka frá atvinnurekendum sínum fyrir gott starf og vænan hagnað fyrirtækjanna. Samtök starfsmanna hafa gert samning við atvinnurekendur sína um hluta af hagnaði fyrirtækjanna og ávöxtur þess er nú að skila sér ríkulega. Starfsfólk General Motors og Ford fá hvert um sig að jafnaði 1 dollara fyrir hverja 1 milljón dollara sem fyrirtækin hagnast fyrir skatta. Þessir bónusar bandarísku framleiðendanna ná samt ekki flestum þýsku bílaframleiðendanna, sem sumir greiddu starfsfólki sínu meira en milljón krónur á mann eftir uppgjörsárið 2012. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent
Starfsfólk í bílaverksmiðjum í Bandaríkjunum eiga von á hressilegum launbónusum eftir mjög gott ár þriggja stærstu bílaframleiðendanna þar vestra, General Motors, Chrysler og Ford. Þeir 130.000 starfsmenn þeirra munu líklega skipta á milli sín 800 milljónum dollara á næstunni í bónusa. Það gerir um 715.000 krónur á hvern starfsmann. Yrði þetta þriðja árið í röð sem starfsfólk verksmiðjanna fá vænan tékka frá atvinnurekendum sínum fyrir gott starf og vænan hagnað fyrirtækjanna. Samtök starfsmanna hafa gert samning við atvinnurekendur sína um hluta af hagnaði fyrirtækjanna og ávöxtur þess er nú að skila sér ríkulega. Starfsfólk General Motors og Ford fá hvert um sig að jafnaði 1 dollara fyrir hverja 1 milljón dollara sem fyrirtækin hagnast fyrir skatta. Þessir bónusar bandarísku framleiðendanna ná samt ekki flestum þýsku bílaframleiðendanna, sem sumir greiddu starfsfólki sínu meira en milljón krónur á mann eftir uppgjörsárið 2012.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent