Mexíkó fjórði stærsti bílaútflytjandi heims Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2014 10:45 Bíll settur saman í Mexíkó. Trevor Snapp Photography Þó svo ekkert þekkt bílamerki komi frá Mexíkó er bílaframleiðsla þar í miklum blóma. Margir af stærstu bílaframleiðendum heims framleiða einmitt bíla þar af miklum móð og flytja svo flesta þá til Bandaríkjanna. Í Mexíkó voru framleiddir 2.933.465 bílar í fyrra og 2.423.084 þeirra voru fluttir til annarra landa, 1.646.950 þeirra til Bandaríkjanna. Árið í fyrra var enn eitt metárið í bílaframleiðslu í Mexíkó og jókst hún um 1,7% milli ára, en útflutningurinn til Bandaríkjanna jókst um 10%. Mexíkó er fjórði stærsti útflytjandi bíla í heiminum og áttundi stærsti bílaframleiðandinn. Það sem helst skýrir áhuga bílaframleiðenda að framleiða bíla í Mexíkó er nálægðin við Bandaríkin, ódýrt vinnuafl og einfalt lagaumhverfi. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Þó svo ekkert þekkt bílamerki komi frá Mexíkó er bílaframleiðsla þar í miklum blóma. Margir af stærstu bílaframleiðendum heims framleiða einmitt bíla þar af miklum móð og flytja svo flesta þá til Bandaríkjanna. Í Mexíkó voru framleiddir 2.933.465 bílar í fyrra og 2.423.084 þeirra voru fluttir til annarra landa, 1.646.950 þeirra til Bandaríkjanna. Árið í fyrra var enn eitt metárið í bílaframleiðslu í Mexíkó og jókst hún um 1,7% milli ára, en útflutningurinn til Bandaríkjanna jókst um 10%. Mexíkó er fjórði stærsti útflytjandi bíla í heiminum og áttundi stærsti bílaframleiðandinn. Það sem helst skýrir áhuga bílaframleiðenda að framleiða bíla í Mexíkó er nálægðin við Bandaríkin, ódýrt vinnuafl og einfalt lagaumhverfi.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira