Veggsystur í Pop-Up verzlun í Hörpunni um helgina Marín Manda skrifar 6. desember 2013 11:15 Lilja Björk Runólfsdóttir, Sigrún Þuríður Runólfsdóttir og Kristín Harðardóttir. Systurnar Lilja Björk Runólfsdóttir, Kristín Harðardóttir og Sigrún Þuríður Runólfsdóttir eru eigendur fyrirtækisins VEGG sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á vegglímmiðum. Þær höfðu lengi látið sig dreyma um að stofna fyrirtæki saman en létu ekki verða af því fyrr en réttu viðskiptahugmyndinni laust í huga þeirra. Nú einu og hálfu ári síðar eru vörurnar komnar í sölu í nokkrum verslunum og verða einnig seldar á jólamarkaði Pop-Up í Hörpunni um helgina. „Vöruþróunarferlið hefur verið bæði strembið og skemmtilegt en við eigum frábæra fjölskyldu sem hefur hjálpað okkur mikið og verið ómissandi þáttur í að dæmið gangi upp,“ segir Sigrún Þuríður.Mánafjöður heitir þessi vegglímmiði.VEGG framleiðir vörulínuna Farsælda Frón sem inniheldur vegglímmiða með áherslu á sögu, menningu og náttúru Íslands. „Okkur fannst landið okkar bjóða upp á óþrjótandi möguleika á myndefni og vorum fljótar að ákveða að önnur vörulínan okkar skyldi vera með þeim áherslum. Á endanum urðu þrettán hugmyndir ofan á og við erum mjög ánægðar með afraksturinn.“ Guðrún Sigurðardóttir, móðir systranna, er myndlistarkona og fengu þær hana til að vinna aðra vörulínu fyrir þær sem ber nafnið Kvak, en þemað í henni er fuglar. Sigrún Þuríður segir að þeim systrum hafi þótt mjög spennandi að útfæra íslenska myndlist í vegglímmiðaform en að sú leið hafi ekki verið farin áður svo þær viti til. Hún segir vörulínurnar hafa komið enn betur út en þær þorðu að vona og séu nú komnar í sölu í Aurum í Bankastræti. „Það var ótrúlega gaman að fylgjast með mömmu vinna fuglana sem öðluðust nýtt líf sem vegglímmiðar. Það er í raun eins og þeir séu málaðir beint á vegginn sem er ólíkt hinu hefðbundna málverki og býður upp á nýja möguleika,“ segir Sigrún Þuríður. Vörulínurnar Kvak og Farsælda Frón verða til sölu á jólamarkaði PopUp-verslunar í Hörpunni um helgina.Vörulínan Farsælda Frón býður upp á fjölmörg falleg munstur á vegginn. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Systurnar Lilja Björk Runólfsdóttir, Kristín Harðardóttir og Sigrún Þuríður Runólfsdóttir eru eigendur fyrirtækisins VEGG sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á vegglímmiðum. Þær höfðu lengi látið sig dreyma um að stofna fyrirtæki saman en létu ekki verða af því fyrr en réttu viðskiptahugmyndinni laust í huga þeirra. Nú einu og hálfu ári síðar eru vörurnar komnar í sölu í nokkrum verslunum og verða einnig seldar á jólamarkaði Pop-Up í Hörpunni um helgina. „Vöruþróunarferlið hefur verið bæði strembið og skemmtilegt en við eigum frábæra fjölskyldu sem hefur hjálpað okkur mikið og verið ómissandi þáttur í að dæmið gangi upp,“ segir Sigrún Þuríður.Mánafjöður heitir þessi vegglímmiði.VEGG framleiðir vörulínuna Farsælda Frón sem inniheldur vegglímmiða með áherslu á sögu, menningu og náttúru Íslands. „Okkur fannst landið okkar bjóða upp á óþrjótandi möguleika á myndefni og vorum fljótar að ákveða að önnur vörulínan okkar skyldi vera með þeim áherslum. Á endanum urðu þrettán hugmyndir ofan á og við erum mjög ánægðar með afraksturinn.“ Guðrún Sigurðardóttir, móðir systranna, er myndlistarkona og fengu þær hana til að vinna aðra vörulínu fyrir þær sem ber nafnið Kvak, en þemað í henni er fuglar. Sigrún Þuríður segir að þeim systrum hafi þótt mjög spennandi að útfæra íslenska myndlist í vegglímmiðaform en að sú leið hafi ekki verið farin áður svo þær viti til. Hún segir vörulínurnar hafa komið enn betur út en þær þorðu að vona og séu nú komnar í sölu í Aurum í Bankastræti. „Það var ótrúlega gaman að fylgjast með mömmu vinna fuglana sem öðluðust nýtt líf sem vegglímmiðar. Það er í raun eins og þeir séu málaðir beint á vegginn sem er ólíkt hinu hefðbundna málverki og býður upp á nýja möguleika,“ segir Sigrún Þuríður. Vörulínurnar Kvak og Farsælda Frón verða til sölu á jólamarkaði PopUp-verslunar í Hörpunni um helgina.Vörulínan Farsælda Frón býður upp á fjölmörg falleg munstur á vegginn.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira