Indriðaverðlaunin eru hvatning til að gera enn betur Marín Manda skrifar 15. nóvember 2013 11:00 Katrín María Káradóttir. Gerð verðlaunagripsins er styrkt af Epal og hann er smíðaður af Helgu í Gullkúnst. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Katrín María Káradóttir fatahönnuður tók við Indriðaverðlaununum um síðastliðna helgi en verðlaunin voru veitt af Fatahönnunarfélagi Íslands í annað sinn fyrir framúrskarandi hönnun. „Þetta var gaman og mér þótti nú bara verulega vænt um þetta, Indriði var nú kennarinn minn á sínum tíma og ég sakna hans mjög,“ segir Katrín María Káradóttir, klæðskeri og fatahönnuður, sem að tók við Indriðaverðlaununum á uppskeruhátíð Fatahönnunarfélags Íslands um síðastliðna helgi.Hönnun eftir Katrínu Maríu.Indriðaverðlaunin eru veitt þeim hönnuði sem þykir hafa skarað fram úr á árunum 2011-2012 og er þetta í annað sinn sem verðlaunin eru veitt. Við val á hönnuði er litið til þeirra fatahönnuða sem hannað hafa heilsteyptar fatalínur, verið virkir á árunum 2011 og 2012 og þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Verðlaunin eru innblásin af starfi Indriða Guðmundssonar og því eru gæði og fagmennska lykilorð við val hönnuðar, hvort sem kemur að hugmyndum eða frágangi. „Ég lít á þetta sem viðurkenningu á mínum störfum í gegnum tíðina og ekki síst núna undanfarin ár, eða þann tíma sem ég hef hvað mest starfað fyrir Ellu, þannig að eitthvað hljótum við að vera að gera rétt þar,“ segir Katrín María glöð í bragði. Katrín María hefur verið yfirhönnuður Ellu frá upphafi en einnig starfað erlendis fyrir John Galliano, Lutz, Thomas Engelhart, Bali Barette og Martine Sitbon. „Ég sé fyrir mér að þetta verði stærri viðburður með tímanum og vona að þetta muni auka veg fatahönnunarinnar almennt og sýni mikilvægi þess að þetta fag sé tekið alvarlega.“ Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Katrín María Káradóttir fatahönnuður tók við Indriðaverðlaununum um síðastliðna helgi en verðlaunin voru veitt af Fatahönnunarfélagi Íslands í annað sinn fyrir framúrskarandi hönnun. „Þetta var gaman og mér þótti nú bara verulega vænt um þetta, Indriði var nú kennarinn minn á sínum tíma og ég sakna hans mjög,“ segir Katrín María Káradóttir, klæðskeri og fatahönnuður, sem að tók við Indriðaverðlaununum á uppskeruhátíð Fatahönnunarfélags Íslands um síðastliðna helgi.Hönnun eftir Katrínu Maríu.Indriðaverðlaunin eru veitt þeim hönnuði sem þykir hafa skarað fram úr á árunum 2011-2012 og er þetta í annað sinn sem verðlaunin eru veitt. Við val á hönnuði er litið til þeirra fatahönnuða sem hannað hafa heilsteyptar fatalínur, verið virkir á árunum 2011 og 2012 og þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Verðlaunin eru innblásin af starfi Indriða Guðmundssonar og því eru gæði og fagmennska lykilorð við val hönnuðar, hvort sem kemur að hugmyndum eða frágangi. „Ég lít á þetta sem viðurkenningu á mínum störfum í gegnum tíðina og ekki síst núna undanfarin ár, eða þann tíma sem ég hef hvað mest starfað fyrir Ellu, þannig að eitthvað hljótum við að vera að gera rétt þar,“ segir Katrín María glöð í bragði. Katrín María hefur verið yfirhönnuður Ellu frá upphafi en einnig starfað erlendis fyrir John Galliano, Lutz, Thomas Engelhart, Bali Barette og Martine Sitbon. „Ég sé fyrir mér að þetta verði stærri viðburður með tímanum og vona að þetta muni auka veg fatahönnunarinnar almennt og sýni mikilvægi þess að þetta fag sé tekið alvarlega.“
Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira