Rara-áhrif hjá Arcade Fire Freyr Bjarnason skrifar 31. október 2013 08:30 Hjónin Win Butler og Régina Chassange á styrktartónleikum í Kaliforníu fyrir skömmu. nordicphotos/getty Fjórða hljóðversplata kanadísku indírokksveitarinnar Arcade Fire, hin tvöfalda Reflektor, er komin út. Þrjú ár eru liðin frá útgáfu The Suburbs sem hlaut Grammy-verðlaunin árið eftir sem plata ársins. Fyrrverandi forsprakki danssveitarinnar LCD Soundsystem, James Murphy sem spilaði sem plötusnúður á Airwaves-hátíðinni fyrir tveimur árum, stjórnaði upptökum á Reflektor, ásamt hljómsveitinni sjálfri og Markus Dravs sem hefur áður unnið með sveitinni. Eins og oft áður var kynningarherferð plötunnar óvenjuleg. Fyrsta smáskífulagið, Reflektor með David Bowie sem gestasöngvara, var gefið út í takmörkuðu upplagi undir merkjum skálduðu hljómsveitarinnar The Reflektors og skömmu fyrir útgáfudag var platan svo í heild sinni sett í spilun á YouTube. Reflektor var samin undir áhrifum frá svokallaðri rara-hátíðartónlist frá Haítí. Þangað fór söngvarinn og gítarleikarinn Win Butler í heimsókn ásamt eiginkonu sinni úr Arcade Fire, Régine Chassange, en foreldrar hennar fæddust þar í landi. Heilluðust þau mjög af tónlistinni á Haítí og sagði Butler í viðtali við Rolling Stone að ferðalagið hefði breytt lífi hans. Við textagerðina var Butler undir áhrifum frá kvikmyndinni Black Orpheus frá árinu 1959 eftir franska leikstjórann Marcel Camus. Hún er ein af uppáhaldsmyndum Butlers og gerist á kjötkveðjuhátíð í Brasilíu. Einnig voru textar hans undir áhrifum frá ritgerð eftir danska heimspekinginn Søren Kierkegaard, sem hefur verið kallaður faðir tilvistarstefnunnar. Upptökur hófust í Louisiana í Bandaríkjunum árið 2011 en árið eftir héldu þær áfram á Jamaíku með Dravs. Þar samdi sveitin og tók upp efni í yfirgefnum kasatala. Að því ævintýri loknu hóf sveitin samstarf við Murphy, sem hafði lengi verið á óskalista hennar yfir samstarfsmenn. Að sögn Butlers átti Reflektor upphaflega að vera stutt plata en varð á endanum tvöföld langloka. „Við ætluðum að gera stutta plötu en á endanum vorum við með átján lög sem voru öll sex til átta mínútna löng. Við hugsuðum með okkur, æ, æ, við klúðruðum því að búa til stutta plötu,“ sagði hann við Rolling Stone. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Fjórða hljóðversplata kanadísku indírokksveitarinnar Arcade Fire, hin tvöfalda Reflektor, er komin út. Þrjú ár eru liðin frá útgáfu The Suburbs sem hlaut Grammy-verðlaunin árið eftir sem plata ársins. Fyrrverandi forsprakki danssveitarinnar LCD Soundsystem, James Murphy sem spilaði sem plötusnúður á Airwaves-hátíðinni fyrir tveimur árum, stjórnaði upptökum á Reflektor, ásamt hljómsveitinni sjálfri og Markus Dravs sem hefur áður unnið með sveitinni. Eins og oft áður var kynningarherferð plötunnar óvenjuleg. Fyrsta smáskífulagið, Reflektor með David Bowie sem gestasöngvara, var gefið út í takmörkuðu upplagi undir merkjum skálduðu hljómsveitarinnar The Reflektors og skömmu fyrir útgáfudag var platan svo í heild sinni sett í spilun á YouTube. Reflektor var samin undir áhrifum frá svokallaðri rara-hátíðartónlist frá Haítí. Þangað fór söngvarinn og gítarleikarinn Win Butler í heimsókn ásamt eiginkonu sinni úr Arcade Fire, Régine Chassange, en foreldrar hennar fæddust þar í landi. Heilluðust þau mjög af tónlistinni á Haítí og sagði Butler í viðtali við Rolling Stone að ferðalagið hefði breytt lífi hans. Við textagerðina var Butler undir áhrifum frá kvikmyndinni Black Orpheus frá árinu 1959 eftir franska leikstjórann Marcel Camus. Hún er ein af uppáhaldsmyndum Butlers og gerist á kjötkveðjuhátíð í Brasilíu. Einnig voru textar hans undir áhrifum frá ritgerð eftir danska heimspekinginn Søren Kierkegaard, sem hefur verið kallaður faðir tilvistarstefnunnar. Upptökur hófust í Louisiana í Bandaríkjunum árið 2011 en árið eftir héldu þær áfram á Jamaíku með Dravs. Þar samdi sveitin og tók upp efni í yfirgefnum kasatala. Að því ævintýri loknu hóf sveitin samstarf við Murphy, sem hafði lengi verið á óskalista hennar yfir samstarfsmenn. Að sögn Butlers átti Reflektor upphaflega að vera stutt plata en varð á endanum tvöföld langloka. „Við ætluðum að gera stutta plötu en á endanum vorum við með átján lög sem voru öll sex til átta mínútna löng. Við hugsuðum með okkur, æ, æ, við klúðruðum því að búa til stutta plötu,“ sagði hann við Rolling Stone.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira