Flest lögin fjalla um eina stelpu Freyr Bjarnason skrifar 12. október 2013 09:00 Fyrsta lag Steinars, Up, hefur fengið góðar viðtökur bæði í útvarpinu og á Youtube. fréttablaðið/arnþór Átján ára poppari úr Verslunarskóla Íslands, Steinar Baldursson, sendir í nóvember frá sér sína fyrstu plötu. Hún kemur út undir listamannsnafninu Steinar og er það Sena sem gefur út. „Ég samdi fullt af lögum heima hjá mér og ákvað að gera úr því plötu,“ segir Steinar. „Ég fór til manns sem heitir Kristinn Snær Agnarsson og hann kynnti mig fyrir Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Seinna meir kynntist ég Redd Lights og úr því samstarfi varð þessi plata,“ segir Steinar, sem samdi í framhaldinu við Senu. Upptökuteymið Redd Lights hefur áður unnið með Páli Óskari, Friðriki Dór, Blaz Roca og Steinda Jr. Fyrsta lagið af plötunni, Up, er komið í spilun á öllum helstu útvarpsstöðvunum og það hefur verið skoðað um sextán þúsund sinnum á Youtube. Aðspurður segir Steinar viðbrögðin hafa verið framar vonum. „Ég var að vonast til að einhverjir myndu hlusta en ég ætlaði eiginlega aldrei að gefa þetta út, þannig að ég bjóst ekki við neinu sérstöku.“ Spurður út í nýja lagið segir hann: „Eins væmið og það hljómar þá eru flest lögin á plötunni um eina stelpu. Ég hef haldið því leyndu hver það er en þeir sem hlusta á plötuna í heild sinni geta mögulega fundið það út.“ Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Átján ára poppari úr Verslunarskóla Íslands, Steinar Baldursson, sendir í nóvember frá sér sína fyrstu plötu. Hún kemur út undir listamannsnafninu Steinar og er það Sena sem gefur út. „Ég samdi fullt af lögum heima hjá mér og ákvað að gera úr því plötu,“ segir Steinar. „Ég fór til manns sem heitir Kristinn Snær Agnarsson og hann kynnti mig fyrir Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Seinna meir kynntist ég Redd Lights og úr því samstarfi varð þessi plata,“ segir Steinar, sem samdi í framhaldinu við Senu. Upptökuteymið Redd Lights hefur áður unnið með Páli Óskari, Friðriki Dór, Blaz Roca og Steinda Jr. Fyrsta lagið af plötunni, Up, er komið í spilun á öllum helstu útvarpsstöðvunum og það hefur verið skoðað um sextán þúsund sinnum á Youtube. Aðspurður segir Steinar viðbrögðin hafa verið framar vonum. „Ég var að vonast til að einhverjir myndu hlusta en ég ætlaði eiginlega aldrei að gefa þetta út, þannig að ég bjóst ekki við neinu sérstöku.“ Spurður út í nýja lagið segir hann: „Eins væmið og það hljómar þá eru flest lögin á plötunni um eina stelpu. Ég hef haldið því leyndu hver það er en þeir sem hlusta á plötuna í heild sinni geta mögulega fundið það út.“
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira