Kettir og krúttheit Stígur Helgason skrifar 11. október 2013 07:00 Það vantar ekki krúttlegu kisufréttirnar þessa dagana. Fyrst stingur stríðinn, danskur ævintýra- og hefðarköttur af úr einkaþotu og er leitað af heilli flugbjörgunarsveit næstu daga, kemst heilu og höldnu aftur til móðursjúks eiganda síns og allir lifa hamingjusamir til æviloka. Svo verður köttur sem heitir Hnoðri(!) fyrir reykeitrun á Urðarstíg, krúttlegustu götu borgarinnar, er hnoðaður til lífs af hópi slökkviliðsmanna, fær súrefni úr kút, kemst aftur í faðm fjölskyldunnar eftir heimsókn á dýraspítalann (þar sem hann fékk væntanlega ís eins og allir sem heimsækja spítala í barnabókum) og allir lifa hamingjusamir til æviloka. Næst bankar eflaust hættulegur strokuköttur upp á hjá bónda í Árnessýslu á aðfangadag eftir margra daga flótta undan yfirdýralækni, lofar bót og betrun og þiggur jólaköku áður en hann horfist í augu við örlög sín. Hér er enn ein hugljúf kattarsaga fyrir ykkur: Fyrir margt löngu áttum við fjölskyldukött. Hann hét Snælda. Snælda var sem kettlingur neydd til að flytja nokkrum sinnum á milli heimila og eitt kvöldið datt hún út um glugga á annarri hæð Fritz-Reuter-Strasse 3 í Schöneberg í Berlín, niður um göturist og sat föst í þeirri prísund um skeið. Sumarið 1990 var henni troðið í búr og hún flutt til Íslands í farangursgeymslu flugvélar. Hér tók við henni einangrunarvist í Hrísey og skömmu eftir að henni lauk varð hún ófrísk að fjórburum, sem komu í heiminn inni í skáp og voru síðan teknir af henni – allir nema einn. Allar lögðust þessar raunir mjög á sinnið á Snældu þar til dag einn að hún fann brjálsemi sinni loksins útrás á andlitinu á mér. Ég var, einu sinni sem oftar, á hraðferð um íbúðina í Hlíðunum, keyrði aðra stórutána af krafti í þröskuld, rak upp skaðræðisvein og tók lítið tillit til vitstola læðunnar á eigri hennar um gangveginn minn. Hún tók hávaðanum í mér illa, öskurhvæsti, setti út klærnar, stökk á mig og gerði heiðarlega tilraun til að klóra úr mér augun. Það mistókst með naumindum en Snældu var ekið á dýraspítalann og henni lógað. Verði ykkur að góðu.Höfundur er kattavinur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Það vantar ekki krúttlegu kisufréttirnar þessa dagana. Fyrst stingur stríðinn, danskur ævintýra- og hefðarköttur af úr einkaþotu og er leitað af heilli flugbjörgunarsveit næstu daga, kemst heilu og höldnu aftur til móðursjúks eiganda síns og allir lifa hamingjusamir til æviloka. Svo verður köttur sem heitir Hnoðri(!) fyrir reykeitrun á Urðarstíg, krúttlegustu götu borgarinnar, er hnoðaður til lífs af hópi slökkviliðsmanna, fær súrefni úr kút, kemst aftur í faðm fjölskyldunnar eftir heimsókn á dýraspítalann (þar sem hann fékk væntanlega ís eins og allir sem heimsækja spítala í barnabókum) og allir lifa hamingjusamir til æviloka. Næst bankar eflaust hættulegur strokuköttur upp á hjá bónda í Árnessýslu á aðfangadag eftir margra daga flótta undan yfirdýralækni, lofar bót og betrun og þiggur jólaköku áður en hann horfist í augu við örlög sín. Hér er enn ein hugljúf kattarsaga fyrir ykkur: Fyrir margt löngu áttum við fjölskyldukött. Hann hét Snælda. Snælda var sem kettlingur neydd til að flytja nokkrum sinnum á milli heimila og eitt kvöldið datt hún út um glugga á annarri hæð Fritz-Reuter-Strasse 3 í Schöneberg í Berlín, niður um göturist og sat föst í þeirri prísund um skeið. Sumarið 1990 var henni troðið í búr og hún flutt til Íslands í farangursgeymslu flugvélar. Hér tók við henni einangrunarvist í Hrísey og skömmu eftir að henni lauk varð hún ófrísk að fjórburum, sem komu í heiminn inni í skáp og voru síðan teknir af henni – allir nema einn. Allar lögðust þessar raunir mjög á sinnið á Snældu þar til dag einn að hún fann brjálsemi sinni loksins útrás á andlitinu á mér. Ég var, einu sinni sem oftar, á hraðferð um íbúðina í Hlíðunum, keyrði aðra stórutána af krafti í þröskuld, rak upp skaðræðisvein og tók lítið tillit til vitstola læðunnar á eigri hennar um gangveginn minn. Hún tók hávaðanum í mér illa, öskurhvæsti, setti út klærnar, stökk á mig og gerði heiðarlega tilraun til að klóra úr mér augun. Það mistókst með naumindum en Snældu var ekið á dýraspítalann og henni lógað. Verði ykkur að góðu.Höfundur er kattavinur
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun