Fjórfætti heimsborgarinn Sara McMahon skrifar 25. september 2013 06:00 Hin danskættaða Nuki, sem Matvælastofnun lýsir á vef sínum sem svartri, stutthærðri og með hvítan blett á bringunni, slapp úr einkaflugvél á Reykjavíkurflugvelli í gær. Nuki kom starfsmönnum flugvallarins í mikið uppnám því hún átti ekkert með það að stinga svona af, enda hafði hún ekki farið í gegnum einangrunarstöð áður og því gæti mikil smithætta stafað af Dananum. Meðal þeirra er tóku þátt í leitinni að Nuki í gær voru lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu, starfsfólk flugvallarins og björgunarsveitarfólk. Nuki, sem millilennti á Reykjavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna, er húðflúruð og stygg við ókunnuga og Matvælastofnun brýnir fyrir fólki að taka hana ekki inn á heimili sín þar sem dýr eru fyrir - íslenskum húsdýrum stendur nefnilega ógn af dönsku læðunni. Reykjavíkurflugvöllur stendur aðeins steinsnar frá Þingholtunum og Skerjafirði þar sem allt iðar af kattalífi og því ljóst að faraldur gæti verið í uppsigi, það er að segja ef Nuki finnst ekki áður en hún kemst í kynni við lattelepjandi kött úr 101. Mörgum spurningum er enn ósvarað um strok Nuki - var þetta úthugsað eða algjörlega spontant? Hvað hefur drifið á daga hennar frá því hún yfirgaf lúxusinn um borð í einkaflugvélinni? Hvaða erindi átti hún til Bandaríkjanna? Vissi hún hvílíkt uppþot strok hennar mundi valda íbúum þessa afskekta skers í Norður Atlashafi? Þetta og fleira vil ég vita og því vona ég að Nuki, eða danskur eigandi hennar, veiti íslenskum fjölmiðlum viðtal þegar að hún loks finnst. Ég mundi glöð munda míkrafóninn í þeim tilgangi. En þar til hin ævintýragjarna danska læða kemst til síns heima mun Sigga, kötturinn minn, þurfa að halda sig innandyra. Ég vil ómögulega að hún rekist á fjórfætta heimsborgarann á förnum vegi og fái þá flugu í hausinn að strjúka til útlanda. Þá væri mér allri lokið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun
Hin danskættaða Nuki, sem Matvælastofnun lýsir á vef sínum sem svartri, stutthærðri og með hvítan blett á bringunni, slapp úr einkaflugvél á Reykjavíkurflugvelli í gær. Nuki kom starfsmönnum flugvallarins í mikið uppnám því hún átti ekkert með það að stinga svona af, enda hafði hún ekki farið í gegnum einangrunarstöð áður og því gæti mikil smithætta stafað af Dananum. Meðal þeirra er tóku þátt í leitinni að Nuki í gær voru lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu, starfsfólk flugvallarins og björgunarsveitarfólk. Nuki, sem millilennti á Reykjavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna, er húðflúruð og stygg við ókunnuga og Matvælastofnun brýnir fyrir fólki að taka hana ekki inn á heimili sín þar sem dýr eru fyrir - íslenskum húsdýrum stendur nefnilega ógn af dönsku læðunni. Reykjavíkurflugvöllur stendur aðeins steinsnar frá Þingholtunum og Skerjafirði þar sem allt iðar af kattalífi og því ljóst að faraldur gæti verið í uppsigi, það er að segja ef Nuki finnst ekki áður en hún kemst í kynni við lattelepjandi kött úr 101. Mörgum spurningum er enn ósvarað um strok Nuki - var þetta úthugsað eða algjörlega spontant? Hvað hefur drifið á daga hennar frá því hún yfirgaf lúxusinn um borð í einkaflugvélinni? Hvaða erindi átti hún til Bandaríkjanna? Vissi hún hvílíkt uppþot strok hennar mundi valda íbúum þessa afskekta skers í Norður Atlashafi? Þetta og fleira vil ég vita og því vona ég að Nuki, eða danskur eigandi hennar, veiti íslenskum fjölmiðlum viðtal þegar að hún loks finnst. Ég mundi glöð munda míkrafóninn í þeim tilgangi. En þar til hin ævintýragjarna danska læða kemst til síns heima mun Sigga, kötturinn minn, þurfa að halda sig innandyra. Ég vil ómögulega að hún rekist á fjórfætta heimsborgarann á förnum vegi og fái þá flugu í hausinn að strjúka til útlanda. Þá væri mér allri lokið.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun