Helgarmaturinn - Kjúklingaréttur með sólþurrkuðum tómötum Marín Manda skrifar 30. ágúst 2013 16:45 Þórhildur Ýr Arnardóttir Þórhildur Ýr Arnardóttir starfar á vökudeild Landspítalans og er að vinna að lokaritgerð sinni í félagsfræði. Hún er einnig tveggja barna móðir og hefur mikinn áhuga á eldamennsku og deilir hér girnilegum kjúklingarétti með sólþurrkuðum tómötum. 4 kjúklingabringur 1 laukur 8 sveppir 2 gulrætur 6 sólþurrkaðir tómatar 1 kjötkraftur ½ dós af rjómaosti með sólþurrkuðum tómötum ½ dós af rjómaosti með pipar matreiðslurjómi Kjúklingabringurnar eru kryddaðar með salti og svörtum pipar og steiktar upp úr olíu af sólþurrkuðum tómötum. Þær eru svo settar í eldfast mót. Annað er skorið niður og steikt á pönnu. Svo bæti ég við kjötkraftinum, rjómaostinum með sólþurrkuðum tómötunum, rjómaostinum með piparnum og matreiðslurjóma (u.þ.b. hálfri fernu) og læt þetta malla í smástund. Eftir það er þessu öllu hellt yfir bringurnar í eldfasta mótinu og svo er það sett inn í ofn á 200°C í um 30 mínútur. Ómissandi er að hafa gott salat með, t.d. kál, rauða papriku, avókadó, jarðarber og fetaost. Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið
Þórhildur Ýr Arnardóttir starfar á vökudeild Landspítalans og er að vinna að lokaritgerð sinni í félagsfræði. Hún er einnig tveggja barna móðir og hefur mikinn áhuga á eldamennsku og deilir hér girnilegum kjúklingarétti með sólþurrkuðum tómötum. 4 kjúklingabringur 1 laukur 8 sveppir 2 gulrætur 6 sólþurrkaðir tómatar 1 kjötkraftur ½ dós af rjómaosti með sólþurrkuðum tómötum ½ dós af rjómaosti með pipar matreiðslurjómi Kjúklingabringurnar eru kryddaðar með salti og svörtum pipar og steiktar upp úr olíu af sólþurrkuðum tómötum. Þær eru svo settar í eldfast mót. Annað er skorið niður og steikt á pönnu. Svo bæti ég við kjötkraftinum, rjómaostinum með sólþurrkuðum tómötunum, rjómaostinum með piparnum og matreiðslurjóma (u.þ.b. hálfri fernu) og læt þetta malla í smástund. Eftir það er þessu öllu hellt yfir bringurnar í eldfasta mótinu og svo er það sett inn í ofn á 200°C í um 30 mínútur. Ómissandi er að hafa gott salat með, t.d. kál, rauða papriku, avókadó, jarðarber og fetaost.
Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið