Um mann sem er að drukkna Freyr Bjarnason skrifar 19. ágúst 2013 13:00 Hljómsveitin Lockerbie hefur gefið út lagið Heim og er það komið í útvarpsspilun. „Við frumfluttum lagið á X-inu á miðvikudaginn og settum það á netið í kjölfarið,“ segir Þórður Páll Pálsson úr Lockerbie. „Við erum nokkuð sáttir við það. Þetta er fyrsta lagið af nýju plötunni okkar sem við erum að vinna í að klára og vonum að geti komið út í október.“ Aðspurður segist hann ekki vita nákvæmlega um hvað lagið er, enda samdi hann ekki textann. „Það hefur tekið mjög miklum hamskiptum. Það hét fyrst Eiturlyf en það var eitthvað djók á hljómsveitaræfingum. Núna er það um mann sem er að drukkna, held ég.“ Fyrsta plata Lockerbie, Ólgusjór, kom út í Japan og öllum þýskumælandi löndum og er mikill áhugi á að fá nýju plötuna inn á sömu markaði. Til að fylgja henni eftir spilaði sveitin í Evrópu á sínum tíma og stendur til að gera það sama til að fylgja eftir nýju plötunni. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Lockerbie hefur gefið út lagið Heim og er það komið í útvarpsspilun. „Við frumfluttum lagið á X-inu á miðvikudaginn og settum það á netið í kjölfarið,“ segir Þórður Páll Pálsson úr Lockerbie. „Við erum nokkuð sáttir við það. Þetta er fyrsta lagið af nýju plötunni okkar sem við erum að vinna í að klára og vonum að geti komið út í október.“ Aðspurður segist hann ekki vita nákvæmlega um hvað lagið er, enda samdi hann ekki textann. „Það hefur tekið mjög miklum hamskiptum. Það hét fyrst Eiturlyf en það var eitthvað djók á hljómsveitaræfingum. Núna er það um mann sem er að drukkna, held ég.“ Fyrsta plata Lockerbie, Ólgusjór, kom út í Japan og öllum þýskumælandi löndum og er mikill áhugi á að fá nýju plötuna inn á sömu markaði. Til að fylgja henni eftir spilaði sveitin í Evrópu á sínum tíma og stendur til að gera það sama til að fylgja eftir nýju plötunni.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira