Þriðja árstíðin Stígur Helgason skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Það styttist í jólin. Ég játa að ég er orðinn spenntur. Ég fór að hugsa um það í vikunni hversu mikið ég hlakkaði til að smokra mér í gegnum mannþröngina í Kringlunni eða á Laugaveginum og velja vandamönnum mínum (og sjálfum mér) jólagjafir, baka eins og eina sort af smákökum (það er líka einhver djöfulsins ólykt heima hjá mér) og stinga seríunni aftur í samband (já, hún er enn uppi í glugga). Og nei, þetta er ekki grín. Stundum er sagt í hálfkæringi að á Íslandi séu bara tvær árstíðir; vor og haust. Það er ekki rétt. Þær eru þrjár: Sumar, haust og jól. Þetta árið kom sumarið og fór í fjórðu viku júlímánaðar. Síðan hefur verið haust og verður áfram þangað til næsta sumar, ef frá eru talin jólin. Þau standa frá því um miðjan október og út janúar. Sumir kalla þennan tíma vetur, líklega af því að einstaka sinnum fellur snjór af himni og okkur verður dálítið kalt. En í raun eru þetta bara jólin. Þriðja árstíðin – miklu lengri en sumarið. Það er líka til marks um hvað íslenska haustið er mikið drasl að ég sé farinn að hlakka til jólanna um miðjan ágúst og láta mig dreyma um að liggja í ullarsokkum uppi í sófa og borða mandarínur í skammdeginu. Ég var næstum því farinn að leggja drög að jólahreingerningu og ég er ekki einu sinni búinn með helminginn af sumarfríinu mínu, eins og það er kallað. Það styttist sumsé í jólin. Sem betur fer. Ég hef raulað, blístrað og hummað jólalög ómeðvitað í vinnunni undanfarna viku, við mismikla hrifningu kollega minna, og eflaust fer ég fljótlega að syngja þau hástöfum. Ég vona innilega að fólki muni ekki gremjast það um of, og ekki heldur þegar ég verð farinn að skarta hreindýrapeysum og heimta að mér verði boðið upp á malt og appelsín á mannamótum í upphafi september. Ekki taka haustlægðina út á mér. Það er enginn jólaandi í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Það styttist í jólin. Ég játa að ég er orðinn spenntur. Ég fór að hugsa um það í vikunni hversu mikið ég hlakkaði til að smokra mér í gegnum mannþröngina í Kringlunni eða á Laugaveginum og velja vandamönnum mínum (og sjálfum mér) jólagjafir, baka eins og eina sort af smákökum (það er líka einhver djöfulsins ólykt heima hjá mér) og stinga seríunni aftur í samband (já, hún er enn uppi í glugga). Og nei, þetta er ekki grín. Stundum er sagt í hálfkæringi að á Íslandi séu bara tvær árstíðir; vor og haust. Það er ekki rétt. Þær eru þrjár: Sumar, haust og jól. Þetta árið kom sumarið og fór í fjórðu viku júlímánaðar. Síðan hefur verið haust og verður áfram þangað til næsta sumar, ef frá eru talin jólin. Þau standa frá því um miðjan október og út janúar. Sumir kalla þennan tíma vetur, líklega af því að einstaka sinnum fellur snjór af himni og okkur verður dálítið kalt. En í raun eru þetta bara jólin. Þriðja árstíðin – miklu lengri en sumarið. Það er líka til marks um hvað íslenska haustið er mikið drasl að ég sé farinn að hlakka til jólanna um miðjan ágúst og láta mig dreyma um að liggja í ullarsokkum uppi í sófa og borða mandarínur í skammdeginu. Ég var næstum því farinn að leggja drög að jólahreingerningu og ég er ekki einu sinni búinn með helminginn af sumarfríinu mínu, eins og það er kallað. Það styttist sumsé í jólin. Sem betur fer. Ég hef raulað, blístrað og hummað jólalög ómeðvitað í vinnunni undanfarna viku, við mismikla hrifningu kollega minna, og eflaust fer ég fljótlega að syngja þau hástöfum. Ég vona innilega að fólki muni ekki gremjast það um of, og ekki heldur þegar ég verð farinn að skarta hreindýrapeysum og heimta að mér verði boðið upp á malt og appelsín á mannamótum í upphafi september. Ekki taka haustlægðina út á mér. Það er enginn jólaandi í því.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun