Var fótbrotin þegar hún skoraði sigurmarkið gegn Hollandi Stefán Árni Pálsson skrifar 31. júlí 2013 07:30 Dagný verður frá keppni næstu vikurnar. fréttablaðið/arnþór Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir fótbrotnaði í leiknum gegn Þjóðverjum á EM í Svíþjóð þann 14. júlí en Ísland tapaði leiknum 3-0. Dagný lét ekki segjast og lék næstu tvo leiki með íslenska landsliðinu. Leikmaðurinn skoraði meðal annars markið gegn Hollendingum sem kom íslenska liðinu í 8-liða úrslitin. „Ég fékk spark í leiknum gegn Þjóðverjum og nú kemur það í ljós að ég hafði brotið bátsbeinið rétt fyrir neðan ökkla,“ segir Dagný í samtalið við Fréttablaðið í gær. „Læknarnir segja að ég verði frá í að minnsta kosti sex vikur og allt upp í tólf. Ég hef ekkert gert síðan ég kom heim frá Svíþjóð en vonandi get ég byrjað að æfa aftur í september,“ segir Dagný sem heldur út til Bandaríkjanna á sunnudaginn þar sem hún stundar nám við Flórída State-háskólann. „Ég var alltaf á leiðinni út um helgina og tímabilið mitt hér á Íslandi var hvort sem er búið.“ Dagný Brynjarsdóttir er á þriðja ári í náminu ytra en hefur leikið með meistaraflokki Vals frá árinu 2007. „Mig verkjaði mikið eftir leikinn gegn Þjóðverjum og hélt að það væri eitthvað alvarlegt að. Síðan fór mér allt í einu að líða betur og gat tekið þátt í leiknum gegn Hollandi. Svona eftir á að hyggja tel ég að þar hafi bara adrenalínið keyrt mig áfram. Í leiknum gegn Svíþjóð var ég alveg að drepast,“ segir Dagný en íslenska landsliðið í knattspyrnu féll úr leik í 8-liða úrslitum EM. Dagný er ekki í gifsi né á hækjum og eru meiðslin nokkuð sérstök. Hún gengur eðlilega og finnur ekki mikið til nema undir miklu álagi. Hún má því ekki skokka og alls ekki fara inn á knattspyrnuvöllinn næstu vikurnar. „Ég finn stundum til en þetta hefur skánað töluvert núna á einni viku. Vonandi heldur sú þróun áfram.“ Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir fótbrotnaði í leiknum gegn Þjóðverjum á EM í Svíþjóð þann 14. júlí en Ísland tapaði leiknum 3-0. Dagný lét ekki segjast og lék næstu tvo leiki með íslenska landsliðinu. Leikmaðurinn skoraði meðal annars markið gegn Hollendingum sem kom íslenska liðinu í 8-liða úrslitin. „Ég fékk spark í leiknum gegn Þjóðverjum og nú kemur það í ljós að ég hafði brotið bátsbeinið rétt fyrir neðan ökkla,“ segir Dagný í samtalið við Fréttablaðið í gær. „Læknarnir segja að ég verði frá í að minnsta kosti sex vikur og allt upp í tólf. Ég hef ekkert gert síðan ég kom heim frá Svíþjóð en vonandi get ég byrjað að æfa aftur í september,“ segir Dagný sem heldur út til Bandaríkjanna á sunnudaginn þar sem hún stundar nám við Flórída State-háskólann. „Ég var alltaf á leiðinni út um helgina og tímabilið mitt hér á Íslandi var hvort sem er búið.“ Dagný Brynjarsdóttir er á þriðja ári í náminu ytra en hefur leikið með meistaraflokki Vals frá árinu 2007. „Mig verkjaði mikið eftir leikinn gegn Þjóðverjum og hélt að það væri eitthvað alvarlegt að. Síðan fór mér allt í einu að líða betur og gat tekið þátt í leiknum gegn Hollandi. Svona eftir á að hyggja tel ég að þar hafi bara adrenalínið keyrt mig áfram. Í leiknum gegn Svíþjóð var ég alveg að drepast,“ segir Dagný en íslenska landsliðið í knattspyrnu féll úr leik í 8-liða úrslitum EM. Dagný er ekki í gifsi né á hækjum og eru meiðslin nokkuð sérstök. Hún gengur eðlilega og finnur ekki mikið til nema undir miklu álagi. Hún má því ekki skokka og alls ekki fara inn á knattspyrnuvöllinn næstu vikurnar. „Ég finn stundum til en þetta hefur skánað töluvert núna á einni viku. Vonandi heldur sú þróun áfram.“
Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira