Árangurinn styrkir stöðu íslenskra félagsliða Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2013 09:00 Ellert Hreinsson og félagar í Breiðabliki gerðu góða ferð til Austurríkis í vikunni og slógu út Sturm Graz. Mynd/Vilhelm Íslensk félagslið hafa náð frábærum árangri í Evrópukeppnunum þetta árið. Öll fjögur íslensku liðin unnu fyrstu andstæðinga sína í Evrópukeppnunum og tvö þeirra, FH og Breiðablik, eru komin enn lengra eftir sigra á liðum sem voru hærra skrifuð. KR og ÍBV féllu hins vegar úr leik gegn mjög sterkum andstæðingum. Gunnar Gylfason hefur starfað að þátttöku íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum fyrir hönd KSÍ og segir árangurinn sá besta í tæpan áratug. „Þetta er besti árangur okkar síðan við komum fjórum liðum í Evrópukeppnirnar,“ segir hann. Árangur íslenskra liða hefur tvíþætt áhrif. Annars vegar á landsstuðul íslenskra liða í heild sinni en staða Íslands á þeim lista ákveður hversu mörg sæti Ísland fær í hverri keppni og í hvaða umferð þau hefja þátttöku. Hins vegar safna liðin sér svo sjálf stigum fyrir árangur og fá stig samkvæmt því hversu langt þau komast í keppninni. Sá stigafjöldi ákvarðar hvorum megin liðin lenda þegar raðað er í efri og neðri styrkleikaflokk þegar lið eru dregin saman í keppni. „Árangur liðanna í leikjunum sjálfum – sigrar og jafntefli – hækka svo landsstuðul Íslands. Jafntefli ÍBV við Rauðu stjörnuna í vikunni hjálpar því landsstuðlinum þó svo að Eyjamenn hafi fallið úr leik,“ útskýrir Gunnar. FH var í neðri styrkleikaflokki þegar dregið var í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar og litháíska liðið Ekranas í efri. FH var með næstflest stig af liðunum í neðri hlutanum en eftir sigur liðsins á Ekranas er mjög líklegt að FH-ingar verði í efri hlutanum ef liðið kemst aftur í forkeppni Meistaradeildarinnar á næsta ári. Til þess þarf þó FH að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í haust. Staða KR og Breiðabliks er einnig sterk þar sem liðin hafa spilað reglulega í Evrópukeppnum síðustu ár. Fyrir fram er þó erfitt að meta stöðu íslenskra liða fyrr en vitað er hvaða lið komast í Evrópukeppnirnar hverju sinni. Þó er ljóst að árangurinn í ár eykur líkurnar til muna á að íslensk lið fái auðveldari andstæðinga í fyrstu umferðum forkeppni Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar á komandi árum. Íslenski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Íslensk félagslið hafa náð frábærum árangri í Evrópukeppnunum þetta árið. Öll fjögur íslensku liðin unnu fyrstu andstæðinga sína í Evrópukeppnunum og tvö þeirra, FH og Breiðablik, eru komin enn lengra eftir sigra á liðum sem voru hærra skrifuð. KR og ÍBV féllu hins vegar úr leik gegn mjög sterkum andstæðingum. Gunnar Gylfason hefur starfað að þátttöku íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum fyrir hönd KSÍ og segir árangurinn sá besta í tæpan áratug. „Þetta er besti árangur okkar síðan við komum fjórum liðum í Evrópukeppnirnar,“ segir hann. Árangur íslenskra liða hefur tvíþætt áhrif. Annars vegar á landsstuðul íslenskra liða í heild sinni en staða Íslands á þeim lista ákveður hversu mörg sæti Ísland fær í hverri keppni og í hvaða umferð þau hefja þátttöku. Hins vegar safna liðin sér svo sjálf stigum fyrir árangur og fá stig samkvæmt því hversu langt þau komast í keppninni. Sá stigafjöldi ákvarðar hvorum megin liðin lenda þegar raðað er í efri og neðri styrkleikaflokk þegar lið eru dregin saman í keppni. „Árangur liðanna í leikjunum sjálfum – sigrar og jafntefli – hækka svo landsstuðul Íslands. Jafntefli ÍBV við Rauðu stjörnuna í vikunni hjálpar því landsstuðlinum þó svo að Eyjamenn hafi fallið úr leik,“ útskýrir Gunnar. FH var í neðri styrkleikaflokki þegar dregið var í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar og litháíska liðið Ekranas í efri. FH var með næstflest stig af liðunum í neðri hlutanum en eftir sigur liðsins á Ekranas er mjög líklegt að FH-ingar verði í efri hlutanum ef liðið kemst aftur í forkeppni Meistaradeildarinnar á næsta ári. Til þess þarf þó FH að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í haust. Staða KR og Breiðabliks er einnig sterk þar sem liðin hafa spilað reglulega í Evrópukeppnum síðustu ár. Fyrir fram er þó erfitt að meta stöðu íslenskra liða fyrr en vitað er hvaða lið komast í Evrópukeppnirnar hverju sinni. Þó er ljóst að árangurinn í ár eykur líkurnar til muna á að íslensk lið fái auðveldari andstæðinga í fyrstu umferðum forkeppni Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar á komandi árum.
Íslenski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira