Blessuð! Hildur Sverrisdóttir skrifar 13. júlí 2013 06:00 Í íslenskum kveðjum eru klassískar óskirnar um blessun guðs, en fallegasta kveðjan finnst mér vera vertu sæll. Komdu sæll gæti hins vegar skilist eins og það megi ekki vera leiður, sem hlýtur að vera frekar tilætlunarsamt um líðan annarra – eins og spurningin hvað segir þú gott? Hjá fámennri þjóð er sniðugt að hafa búið til kerfi þar sem það er nógu kurteist að nikka höfði til kunningja sinna á förnum vegi. Annað væri bara of tímafrekt. Þegar aðstæður kalla á að meira púður sé lagt í hittinginn örlar þó oft á skemmtilega áhugaverðum vandræðagangi í því hverjar etiketturnar eru. Ég þekki konu sem kyssir alla á munninn, en flestir láta sér nægja að smella kossi á kinn. Við höfum þó ekki enn búið til kerfi um hvor kinnin er kysst. Báðir aðilar stefna þá oft í sömu átt með þeim afleiðingum að rekast á og fara nánast í sleik þótt það hafi alls ekki verið á dagskrá. Við nefnilega látum ekki nægja að notast við létta kossa út í loftið eins víða erlendis. Hér duga engin slík vettlingatök og er kossinum því smellt kyrfilega á með smelli og tilheyrandi. Greyið sóttvarnalæknir. Kannski er það út af norðanáttinni að við splæsum bara tíma í einn koss en ekki fleiri. Einhverjir hafa þó búið eitt sumar í París og finnst einhverra hluta vegna ekkert sjálfsagðara en að taka kossavenjurnar með sér heim og brúka hiklaust á ósiglda samlanda sína. Maður lendir því líka nánast í sleik við heimkomna Parísarbúann þegar hann heldur óvænt áfram leið sinni á kinn númer tvö. Ballið byrjar svo þegar kossarnir verða óvænt þrír eða jafnvel fjórir frá þeim sem bjuggu sko mörg sumur við Miðjarðarhafið. Það er auðvitað hressandi að lenda óvart í misskildum sleik á Laugaveginum og kannski engin ástæða til að ferla einhverjar hefðir til að koma í veg fyrir svona krúttleg vandræðalegheit. Kannski er það bara jafn íslenskt eins og að segja jæja – bara viðeigandi að þegar við heilsumst geti það verið jafn óútreiknanlegt og veðrið. Veriði sæl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun
Í íslenskum kveðjum eru klassískar óskirnar um blessun guðs, en fallegasta kveðjan finnst mér vera vertu sæll. Komdu sæll gæti hins vegar skilist eins og það megi ekki vera leiður, sem hlýtur að vera frekar tilætlunarsamt um líðan annarra – eins og spurningin hvað segir þú gott? Hjá fámennri þjóð er sniðugt að hafa búið til kerfi þar sem það er nógu kurteist að nikka höfði til kunningja sinna á förnum vegi. Annað væri bara of tímafrekt. Þegar aðstæður kalla á að meira púður sé lagt í hittinginn örlar þó oft á skemmtilega áhugaverðum vandræðagangi í því hverjar etiketturnar eru. Ég þekki konu sem kyssir alla á munninn, en flestir láta sér nægja að smella kossi á kinn. Við höfum þó ekki enn búið til kerfi um hvor kinnin er kysst. Báðir aðilar stefna þá oft í sömu átt með þeim afleiðingum að rekast á og fara nánast í sleik þótt það hafi alls ekki verið á dagskrá. Við nefnilega látum ekki nægja að notast við létta kossa út í loftið eins víða erlendis. Hér duga engin slík vettlingatök og er kossinum því smellt kyrfilega á með smelli og tilheyrandi. Greyið sóttvarnalæknir. Kannski er það út af norðanáttinni að við splæsum bara tíma í einn koss en ekki fleiri. Einhverjir hafa þó búið eitt sumar í París og finnst einhverra hluta vegna ekkert sjálfsagðara en að taka kossavenjurnar með sér heim og brúka hiklaust á ósiglda samlanda sína. Maður lendir því líka nánast í sleik við heimkomna Parísarbúann þegar hann heldur óvænt áfram leið sinni á kinn númer tvö. Ballið byrjar svo þegar kossarnir verða óvænt þrír eða jafnvel fjórir frá þeim sem bjuggu sko mörg sumur við Miðjarðarhafið. Það er auðvitað hressandi að lenda óvart í misskildum sleik á Laugaveginum og kannski engin ástæða til að ferla einhverjar hefðir til að koma í veg fyrir svona krúttleg vandræðalegheit. Kannski er það bara jafn íslenskt eins og að segja jæja – bara viðeigandi að þegar við heilsumst geti það verið jafn óútreiknanlegt og veðrið. Veriði sæl.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun