Samstarfið með Friðriki Dór gekk vel Sara McMahon skrifar 4. júlí 2013 08:30 Friðrik Dór syngur lagið Glaðasti hundur í heimi sem er á nýjustu barnaplötu Gunnars Hjálmarssonar, Alheimurinn! Fréttablaðið/Valli „Samstarfið gekk mjög vel. Hann þurfti náttúrulega að leggja land undir fót og kom til Keflavíkur í stúdíóið, það er alltaf létt yfir mönnum þegar þeir eru komnir út á land,“ segir tónlistarmaðurinn Gunnar Hjálmarsson um samstarf sitt og söngvarans Friðriks Dórs Jónssonar. Sá síðarnefndi syngur lagið Glaðasti hundur í heimi af barnaplötunni Alheimurinn! Platan er önnur barnaplata Gunnars, eða Dr. Gunna eins og hann er betur þekktur, en sú fyrri, Abbabbabb, kom út árið 1997. Á plötunni eru fjórtán lög sem Dr. Gunni samdi í samstarfi við tónlistarkonuna Ragnheiði Eiríksdóttur. Sex laganna eru sungin af gestasöngvurum en þegar Dr. Gunni er spurður nánar út í þá vill hann lítið láta uppi. „Það er enn þá leyndarmál. Ég get sagt þér að eitt lag er sungið af þremur stórstirnum sem aldrei hafa sungið saman áður, annað er sungið af manni sem er mjög vinsæll og enn annað er sungið af söngkonu í mjög vinsælli hljómsveit.“ Glaðasti hundur í heimi verður frumfluttur í útvarpi í dag en einnig má nálgast lagið á Spotify, Tónlist.is og Youtube. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Samstarfið gekk mjög vel. Hann þurfti náttúrulega að leggja land undir fót og kom til Keflavíkur í stúdíóið, það er alltaf létt yfir mönnum þegar þeir eru komnir út á land,“ segir tónlistarmaðurinn Gunnar Hjálmarsson um samstarf sitt og söngvarans Friðriks Dórs Jónssonar. Sá síðarnefndi syngur lagið Glaðasti hundur í heimi af barnaplötunni Alheimurinn! Platan er önnur barnaplata Gunnars, eða Dr. Gunna eins og hann er betur þekktur, en sú fyrri, Abbabbabb, kom út árið 1997. Á plötunni eru fjórtán lög sem Dr. Gunni samdi í samstarfi við tónlistarkonuna Ragnheiði Eiríksdóttur. Sex laganna eru sungin af gestasöngvurum en þegar Dr. Gunni er spurður nánar út í þá vill hann lítið láta uppi. „Það er enn þá leyndarmál. Ég get sagt þér að eitt lag er sungið af þremur stórstirnum sem aldrei hafa sungið saman áður, annað er sungið af manni sem er mjög vinsæll og enn annað er sungið af söngkonu í mjög vinsælli hljómsveit.“ Glaðasti hundur í heimi verður frumfluttur í útvarpi í dag en einnig má nálgast lagið á Spotify, Tónlist.is og Youtube.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira