Millilending fyrir næstu plötur Freyr Bjarnason skrifar 4. júlí 2013 09:00 Tónlistarmaðurinn Ummi hefur gefið út sína aðra sólóplötu. fréttablaðið/pjetur Tónlistamaðurinn Ummi Guðjónsson hefur sent frá sér sína aðra sólóplötu, Stundum er minna meira. Hún kemur út á vínyl og geisladiski og inniheldur tólf frumsamin lög. Platan var tekin upp í Litla-Skarði í Borgarfirði vorið 2011 og í Hafnarfirði, Kaupmannahöfn og London í fyrra. „Ég valdi lög til upptöku fyrir þessa plötu með það fyrir augum að loka því sem ég byrjaði á með fyrstu sólóplötu minni og á sama tíma fara í átt að næstu plötum sem ég er með í vinnslu um þessar mundir. Þannig er þessi plata að mörgu leyti millilending eða tengiflug við það sem koma skal,“ segir Ummi. Hann er fæddur og uppalinn á Djúpavogi en hefur verið búsettur erlendis síðastliðin sextán ár. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2010 og var á árum áður annar helmingur og lagasmiður hljómsveitarinnar Sólstrandargæjarnir ásamt Jónasi Sigurðssyni. Ummi er menntaður í teiknimyndagerð og er með BA-gráðu í computer animation frá Bournemouth-háskóla í Englandi. Hann hefur starfað við tæknibrellugerð í London síðastliðin tíu ár og unnið við nokkrar af stærstu kvikmyndum samtímans á borð við Avatar og Harry Potter. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistamaðurinn Ummi Guðjónsson hefur sent frá sér sína aðra sólóplötu, Stundum er minna meira. Hún kemur út á vínyl og geisladiski og inniheldur tólf frumsamin lög. Platan var tekin upp í Litla-Skarði í Borgarfirði vorið 2011 og í Hafnarfirði, Kaupmannahöfn og London í fyrra. „Ég valdi lög til upptöku fyrir þessa plötu með það fyrir augum að loka því sem ég byrjaði á með fyrstu sólóplötu minni og á sama tíma fara í átt að næstu plötum sem ég er með í vinnslu um þessar mundir. Þannig er þessi plata að mörgu leyti millilending eða tengiflug við það sem koma skal,“ segir Ummi. Hann er fæddur og uppalinn á Djúpavogi en hefur verið búsettur erlendis síðastliðin sextán ár. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2010 og var á árum áður annar helmingur og lagasmiður hljómsveitarinnar Sólstrandargæjarnir ásamt Jónasi Sigurðssyni. Ummi er menntaður í teiknimyndagerð og er með BA-gráðu í computer animation frá Bournemouth-háskóla í Englandi. Hann hefur starfað við tæknibrellugerð í London síðastliðin tíu ár og unnið við nokkrar af stærstu kvikmyndum samtímans á borð við Avatar og Harry Potter.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira