Hversu langt hlé? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. júní 2013 06:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gekk í fyrradag á fund Stefans Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, og greindi honum frá þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera hlé á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Ummæli Füles á blaðamannafundi eftir viðræðurnar við utanríkisráðherrann hljóta að vekja athygli af tveimur ástæðum. Annars vegar ítrekaði hann að afstaða Evrópusambandsins um að hægt væri að halda áfram og ljúka aðildarviðræðum við Ísland væri óbreytt og ákvarðanir þar um í fullu gildi. „Við höfum ekki aðeins viljann, heldur einnig getuna til að ljúka viðræðunum,“ sagði Füle. Nær því verður ekki komizt að segja á diplómatamáli að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi verið að bulla þegar hann vitnaði til samtala sinna um aðildarviðræðurnar við ónafngreinda heimildarmenn í ESB-ríkjum og dró af þeim þá ályktun að ESB virtist „skorta getu eða vilja til að ljúka þeim á næstu árum“. Hins vegar sagði Füle að það væru gagnkvæmir hagsmunir Evrópusambandsins og Íslands að ákvörðun um framhald viðræðna væri tekin að lokinni hæfilegri skoðun. Hins vegar væri það líka allra hagur að ákvörðunin væri ekki án tímamarka. Þetta eru diplómatískt orðuð skilaboð um að viðræðuhléið geti ekki orðið of langt. Evrópusambandið sýnir því skilning að ríki vilji fara sér hægt í aðildarviðræðnum vegna tímabundinna kringumstæðna, en hefur auðvitað ekki áhuga á að láta draga sig á asnaeyrunum, fremur en aðrir sem standa í samningaviðræðum. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði í viðtali við Fréttablaðið í marz síðastliðnum að yrði viðræðunum slitið kynni að verða erfitt að taka þær upp aftur. „Það hefðbundna er að þegar aðildarviðræður eru teknar upp, þá er þeim lokið – það fæst niðurstaða sem er lögð í dóm fólksins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er vaninn. Ég held að við höfum engin dæmi um annað. Ég held að það yrði erfitt að halda áfram síðar, því þá gæti verið komin upp sú staða innan ESB að menn spyrðu sig að því hvort Íslendingar viti hvað þeir eru að gera. Ég held að það gæti gerst,“ sagði Bildt þá. Nú er það auðvitað svo að aðildarviðræðunum hefur ekki verið slitið, heldur gert á þeim hlé. Ákvörðun Alþingis um að sækja um aðild að ESB stendur enn. Ísland hefur áfram formlega stöðu umsóknarríkis, með ýmsum réttindum sem því fylgja, þar með töldum aðlögunarstyrkjum sem ríkisstjórnin hefur reyndar ekki svarað hvort hún hyggst þiggja áfram eða afþakka. Þannig er örlítilli rifu á dyrunum að ESB-aðild og nýjum gjaldmiðli þjóðarinnar haldið opinni. En glufan getur lokazt ef beðið er of lengi. Það væri afleitt, kæmust menn til dæmis að þeirri niðurstöðu í lok kjörtímabils að fullreynt sé að ætla að notast við krónuna sem framtíðargjaldmiðil. Öll rök hníga að því að hléið eigi ekki að verða of langt, heldur eigi þjóðin sem fyrst að fá að svara því hvort hún vilji halda aðildarviðræðunum áfram – eins og ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu báðir fyrir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gekk í fyrradag á fund Stefans Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, og greindi honum frá þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera hlé á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Ummæli Füles á blaðamannafundi eftir viðræðurnar við utanríkisráðherrann hljóta að vekja athygli af tveimur ástæðum. Annars vegar ítrekaði hann að afstaða Evrópusambandsins um að hægt væri að halda áfram og ljúka aðildarviðræðum við Ísland væri óbreytt og ákvarðanir þar um í fullu gildi. „Við höfum ekki aðeins viljann, heldur einnig getuna til að ljúka viðræðunum,“ sagði Füle. Nær því verður ekki komizt að segja á diplómatamáli að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi verið að bulla þegar hann vitnaði til samtala sinna um aðildarviðræðurnar við ónafngreinda heimildarmenn í ESB-ríkjum og dró af þeim þá ályktun að ESB virtist „skorta getu eða vilja til að ljúka þeim á næstu árum“. Hins vegar sagði Füle að það væru gagnkvæmir hagsmunir Evrópusambandsins og Íslands að ákvörðun um framhald viðræðna væri tekin að lokinni hæfilegri skoðun. Hins vegar væri það líka allra hagur að ákvörðunin væri ekki án tímamarka. Þetta eru diplómatískt orðuð skilaboð um að viðræðuhléið geti ekki orðið of langt. Evrópusambandið sýnir því skilning að ríki vilji fara sér hægt í aðildarviðræðnum vegna tímabundinna kringumstæðna, en hefur auðvitað ekki áhuga á að láta draga sig á asnaeyrunum, fremur en aðrir sem standa í samningaviðræðum. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði í viðtali við Fréttablaðið í marz síðastliðnum að yrði viðræðunum slitið kynni að verða erfitt að taka þær upp aftur. „Það hefðbundna er að þegar aðildarviðræður eru teknar upp, þá er þeim lokið – það fæst niðurstaða sem er lögð í dóm fólksins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er vaninn. Ég held að við höfum engin dæmi um annað. Ég held að það yrði erfitt að halda áfram síðar, því þá gæti verið komin upp sú staða innan ESB að menn spyrðu sig að því hvort Íslendingar viti hvað þeir eru að gera. Ég held að það gæti gerst,“ sagði Bildt þá. Nú er það auðvitað svo að aðildarviðræðunum hefur ekki verið slitið, heldur gert á þeim hlé. Ákvörðun Alþingis um að sækja um aðild að ESB stendur enn. Ísland hefur áfram formlega stöðu umsóknarríkis, með ýmsum réttindum sem því fylgja, þar með töldum aðlögunarstyrkjum sem ríkisstjórnin hefur reyndar ekki svarað hvort hún hyggst þiggja áfram eða afþakka. Þannig er örlítilli rifu á dyrunum að ESB-aðild og nýjum gjaldmiðli þjóðarinnar haldið opinni. En glufan getur lokazt ef beðið er of lengi. Það væri afleitt, kæmust menn til dæmis að þeirri niðurstöðu í lok kjörtímabils að fullreynt sé að ætla að notast við krónuna sem framtíðargjaldmiðil. Öll rök hníga að því að hléið eigi ekki að verða of langt, heldur eigi þjóðin sem fyrst að fá að svara því hvort hún vilji halda aðildarviðræðunum áfram – eins og ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu báðir fyrir kosningar.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun