Taka synina með í tónleikaferðalagið 4. júní 2013 12:00 Heiða Eiríks og Berglind Ágústsdóttir með sonum sínum. „Vinir okkar á höfuðborgarsvæðinu eru alveg brjálaðir út í okkur og vilja ólmir að við sjóðum saman í tónleika í bænum,“ segir Ragnheiður Eiríksdóttir, eða Heiða, sem lögð er af stað í tónleikaferð út á land með vinkonu sinni, Berglindi Ágústsdóttur. Þær tóku syni sína með í ferðina en þeir eru 11 og 13 ára og fá það verkefni að taka myndir af mæðrum sínum á meðan á tónleikunum stendur. „Við erum á leiðinni á Snæfellsnesið núna og fáum að gista þar eina nótt. Svo liggur leiðin á Hótel Djúpavík á Ströndum, þaðan inn á Akureyri og á Seyðisfjörð og við endum tónleikaferðina í Blúskjallaranum á Neskaupstað á sunnudaginn,“ segir Heiða. Kraumur styrkti þær til ferðarinnar. Heiða er oft kennd við hljómsveitina Unun og því enginn nýgræðingur í tónlistinni en Berglind var að ljúka við sinn þriðja geisladisk sem ber heitir „I am your girl“. „Við erum báðar búnar að vera í þessu síðan níutíu og eitthvað svo við erum svona „næntís“ píur,“ segir Heiða, sem notast við kassagítar og söng á meðan Berglind leikur eins konar tilraunaraftónlist með tölvu og hljóðnema. „Við höfum aldrei náð að gera neitt saman áður þar sem Berglind hefur lengi verið búsett í Berlín. En svo vildi það bara svo vel til að við vorum í fríi á sama tíma og því ákváðum við bara að slá til og taka strákana með,“ segir Heiða. Tónlist Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Vinir okkar á höfuðborgarsvæðinu eru alveg brjálaðir út í okkur og vilja ólmir að við sjóðum saman í tónleika í bænum,“ segir Ragnheiður Eiríksdóttir, eða Heiða, sem lögð er af stað í tónleikaferð út á land með vinkonu sinni, Berglindi Ágústsdóttur. Þær tóku syni sína með í ferðina en þeir eru 11 og 13 ára og fá það verkefni að taka myndir af mæðrum sínum á meðan á tónleikunum stendur. „Við erum á leiðinni á Snæfellsnesið núna og fáum að gista þar eina nótt. Svo liggur leiðin á Hótel Djúpavík á Ströndum, þaðan inn á Akureyri og á Seyðisfjörð og við endum tónleikaferðina í Blúskjallaranum á Neskaupstað á sunnudaginn,“ segir Heiða. Kraumur styrkti þær til ferðarinnar. Heiða er oft kennd við hljómsveitina Unun og því enginn nýgræðingur í tónlistinni en Berglind var að ljúka við sinn þriðja geisladisk sem ber heitir „I am your girl“. „Við erum báðar búnar að vera í þessu síðan níutíu og eitthvað svo við erum svona „næntís“ píur,“ segir Heiða, sem notast við kassagítar og söng á meðan Berglind leikur eins konar tilraunaraftónlist með tölvu og hljóðnema. „Við höfum aldrei náð að gera neitt saman áður þar sem Berglind hefur lengi verið búsett í Berlín. En svo vildi það bara svo vel til að við vorum í fríi á sama tíma og því ákváðum við bara að slá til og taka strákana með,“ segir Heiða.
Tónlist Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira