Upptökur í 600 ára kastala Freyr Bjarnason skrifar 30. maí 2013 06:00 Jóhann hefur gefið út sína þriðju plötu, Headphones. fréttablaðið/anton Þriðja plata Jóhanns Kristinssonar, Headphones, var að hluta til tekin upp í 600 ára gömlum kastala í Engelsholm í Danmörku. „Ég kom mér upp hljóðnemum þarna en þessi kastali er notaður sem listalýðháskóli í Danmörku,“ segir Jóhann. Lagið Typewriter var tekið upp í kastalanum og Jóhann segir andrúmsloftið þar öðruvísi en annars staðar. „Það snýst aðallega um hvernig manni líður þarna. Þetta er alveg magnaður staður.“ Jóhann kom fyrst í kastalann fyrir þremur árum þegar hann tók þátt í lagahöfundabúðum með tónlistarmönnum frá Skandinavíu og Austin í Texas. Þar áttu þeir að semja tónleikaprógramm fyrir Spot-tónlistarhátíðina í Danmörku. Einn kollegi hans frá Texas heitir Danny Malone og þeir fóru saman í tónleikaferð um Bandaríkin í fyrra. Fyrsta smáskífulag plötunnar, No Need to Hesitate, var á lista yfir tuttugu bestu lög ársins 2012 hjá veftímaritinu Rjóminn.is og útvarpsþætti vefsíðunnar Straum.is. Headphones er persónuleg indíplata með rafmögnuðu ívafi. Hún kemur aðeins út í 200 númeruðum eintökum. Hægt verður að kaupa plötuna í öllum helstu plötubúðum og í gegnum vefsíðuna johannkristinsson.bandcamp.com. Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Þriðja plata Jóhanns Kristinssonar, Headphones, var að hluta til tekin upp í 600 ára gömlum kastala í Engelsholm í Danmörku. „Ég kom mér upp hljóðnemum þarna en þessi kastali er notaður sem listalýðháskóli í Danmörku,“ segir Jóhann. Lagið Typewriter var tekið upp í kastalanum og Jóhann segir andrúmsloftið þar öðruvísi en annars staðar. „Það snýst aðallega um hvernig manni líður þarna. Þetta er alveg magnaður staður.“ Jóhann kom fyrst í kastalann fyrir þremur árum þegar hann tók þátt í lagahöfundabúðum með tónlistarmönnum frá Skandinavíu og Austin í Texas. Þar áttu þeir að semja tónleikaprógramm fyrir Spot-tónlistarhátíðina í Danmörku. Einn kollegi hans frá Texas heitir Danny Malone og þeir fóru saman í tónleikaferð um Bandaríkin í fyrra. Fyrsta smáskífulag plötunnar, No Need to Hesitate, var á lista yfir tuttugu bestu lög ársins 2012 hjá veftímaritinu Rjóminn.is og útvarpsþætti vefsíðunnar Straum.is. Headphones er persónuleg indíplata með rafmögnuðu ívafi. Hún kemur aðeins út í 200 númeruðum eintökum. Hægt verður að kaupa plötuna í öllum helstu plötubúðum og í gegnum vefsíðuna johannkristinsson.bandcamp.com.
Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira